Fréttir

Íshokkíkona ársins 2023 - Herborg Rut Geirsdóttir

Íshokkímaður ársins 2023 - Gunnar Aðalgeir Arason

Mótinu lokið - ósigur í síðasta leik

Síðasta leik mótsins lauk með ósigri gegn sterkum Eistum en gestirnir gerður sér lítið fyrir og skoruðu 6 mörk án þess að íslenska liðið næði að svara fyrir sig. Eistar voru aðeins of sterkir fyrir okkur að þessu sinni en segja má að leikurinn hafi engu að síður verið jafnari en lokatölur gefa til kynna. Strákarnir börðust vel en höfðu ekki heppnina með sér. Loturnar fóru 3 - 0, 2 - 0 og 1 - 0. Eistar áttu 44 skot á mark á móti 25 frá okkur. Í lok leiks var varnarjaxlinn Orri Blöndal valinn maður leiksins.

Tveir spennandi leikir í dag í Laugadalnum

Í dag fara fram síðustu tveir leikirnir í undankeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Laugadalnum þessa dagana. Kl. 13:30 mætast Suður Afríka og Búlgaría og kl. 17:00 hefst úrslitaleikurinn á milli Íslands og Eistlands. Báðir leikirnir verða vafalaust spennandi og skemmtilegir og nú er bara drífa sig í höllina - þar eru engar umhleypingar, blankalogn og stöðugar 7 gráður, heitt á könnunni og vöfflur með rjóma - gerirst ekki betra og áfram Ísland!

Leikið til úrslita á morgun

Á morgun mætast Ísland og Eistland í úrslitaviðureign um sigurinn í þessari forkeppni sem veita mun réttinn til þátttöku í næstu úrtöku sem fram mun fara á næsta ári. Eistarnir eru sterkir og eru fyrirfram taldir sigurstranglegri. Eistar eru í 28. sæti á heimslistanum á meðan við erum í 34. sæti og einnig spila þeir í deildinni fyrir ofan okkur. Fyrir þeim erum við hins vegar sýnd veiði en ekki gefin og ljóst að viðureign morgundagsins verður hörð. Bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu og bæði lið hafa átt sveiflukennda frammistöðu. Eistar völtuðu yfir Búlgaríu í fyrsta leik en lentu í óvæntri mótstöðu gegn Suður Afríku en unnu engu að síður sannfærandi sigur. Ísland vann nokkuð öruggan sigur á móti Suður Afríku en rétt mörðu Búlgaríu í háspennuleik í gær.

Leikur í Hertz deild kvenna í dag - Fjölnir tekur á móti SA

Íslandsmótið í Hertz deild kvenna heldur áfram í dag þegar Fjölnir tekur á móti SA í Egilshöllinni í Grafarvogi kl. 16:45. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi í vetur og því má reikna með skemmtilegri viðureign. SA hefur nokkur forskot í deildinni og er með 27 stig eftir 10 leiki eða 9 sigra og 1 tap. Fjölnir er með 12 stig eftir 8 leiki eða 4 sigra og 4 töp. Deildarkeppnin er nú u.þ.b. hálfnuð en hvert lið spilar 16 leiki í deild áður en tvö stigahærri liðin taka svo slaginn í úrslitakeppninni.

Háspennusigur gegn Búlgaríu í kvöld

Ísland vann Búlgaríu 4-3 í æsispennandi leik í kvöld, leik sem þróaðist á mjög sérstakan hátt og var á margan hátt óvenjulegur. Í fyrstu lotu voru yfirburðir Íslands miklir og liðið var með pökkinn nánast alla lotuna og á með við áttum á þriðja tug skota áttu Búlgarar aðeins eitt skot á mark. Þrátt fyrir það var staðan aðeins 1-0 okkur vil eftir mark frá Andra Mikaelssyni í "powerplay" eða þegar við vorum einum leikmanni fleiri. Í annarri lotu gekk hins vegar hvorki né rak og Búlgarir gengu á lagið og náðu forystunni með tveimur mörkum með skömmu millibili. Kári Arnarsson jafnaði leikinn fyrir Ísland rétt fyrir lok lotunnar og það var mjög mikilvægt á þessum tímapunkti í leiknum.

Hokkíveislan hófst í dag í Laugadalnum

Undankeppni Ólympíuleikanna hófst í dag með tveimur leikjum. Fyrri leikur dagsins var leikur kattarins að músinni þegar Eistland vann heldur auðveldan 21 - 0 sigur á Búlgaríu. Kl 19:00 hófst svo leikur Íslands og Suður Afríku. Það er langt síðan þessi tvö lið mættust síðast en það er gaman að segja frá því að þegar Ísland tók fyrst þátt á heimsmeistaramóti með fullorðinslið, þá var það í Suður Afríku árið 1999 og þá áttum við ekki roð í gestgjafanna. En nú er öldin önnur og yfirburðir Íslands voru töluverðir. Leiknum lauk með 9 - 0 sigri og tölfræðin er öll á sama veg og t.d. vorum við með 47 skot á móti 9 frá gestunum. Í íslenska markinu stóð Jóhann Björgvin Ragnarsson og hélt hreinu og það er síður en svo auðvelt þegar skotin eru svona fá.

Landsliðshópurinn klár fyrir undankeppni Ólympíuleika

Mikil spenna fyrir undankeppni Ólympíuleikanna sem leikin er í Laugardalnum.