Fréttir

Leikheimild

Landsliðsúrtak U18 - landsliðsæfing

Mfl leikur kvenna 15. janúar frestast

Gleðilegt nýtt ár

Leikheimild

Landslið U20 til Belgrad

Íshokkímaður ársins 2021 - Bjarki Reyr Jóhannesson

Bjarki Reyr Jóhannesson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2021 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Bjarki Reyr hefur leikið með Skautafélagi Reykjavíkur allan sinn feril og er þar fyrirliði í meistaraflokki karla. Bjarki hefur átt fjölda marka í vetur auk stoðsendinga. Hann er burðarásinn í öllum leikjum SR, tekur virkan þátt í öllum æfingum og er fyrirmynd margra yngri iðkenda.

Íshokkíkona ársins 2021- Kristín Ingadóttir

Kristín Ingadóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2021 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Kristín hefur átt mjög góðan feril að baki. Hún byrjaði ung að árum eða 5 ára árið 2001 að spila með Birninum og hefur spilað með því liði nánast allan sinn feril. Svíþjóð fékk að njóta hæfileika hennar tímabilið 2019-2020 en þá spilaði hún í næst efstu deild þar í landi með liðinu Färjestad BK. Að því loknu hélt hún aftur heim til að ljúka námi og hefur verið einn af sterkustu leikmönnum Fjölnis síðan.

Skautasvell dúkka upp víða

Núna í aðdraganda jóla hafa dúkkað upp skautasvell víða á landinu. Flestir þekkja núorðið Nova-svellið sem er staðsett á Ingólfstogi í Reykjavík sem hefur verið sett upp í nóvembermánuði síðustu ár. En skautasvell, bæði náttúrulegur ís og gervi, hafa verði að skjóta upp kollinum víðsvegar á landinu.

Félagaskipti