Bilanir í mótakerfi HYDRA (viðgerð lokið)

Um helgina komu fram bilanir í mótakerfinu okkar HYDRA sem er kerfi sem er í eigu og rekið að Alþjóða Íshokkísambandinu. Þetta varð meðal annars til þess að leikur helgarinnar í Egilshöll var ekki í live í tölfræði, og ekki er hægt að skoða tölfræði úr leiknum. Leikurinn var samt sem áður allur skráður inn í kerfið og mun birtast þegar viðgerð er lokið. Verið var að skipta um server á kerfinu úti í Zurich og virðist sem einhverjar tengingar hafi glatast. 

Leikurinn var í beinu streymi á youtube og er hægt fyrir áhugasama að kíkja á hann hér. https://www.youtube.com/watch?v=hEvuhxWeRy

Biðjumst við velvirðingar á þessu.