Tímavörður

Hlutverk tímavarðar er að setja upp klukkuna og hafa hana tilbúna þegar upphitun hefst. Tímavörður skal einnig sjá til þess að liðum sé tilkynnt þegar 1 mínúta er í upphitun. Að sama skapi skal hann láta tilkynna liðum með fyrirvara um upphaf hverrar lotu.

Tímavörður skal sjá til þess að skeiðklukka sé til staðar ef aðalklukka bilar.

Tímavörður skal tilkynna ritara ef klukkan gekk of lengi eða var sett af stað of seint.  Ritari sér svo um að koma upplýsingunum til dómara í næsta stoppi.

Starfsmaður sem sinnir hlutverki tímavarðar þarf að hafa náð 18 ára aldri.