2026 U18 ára landslið pilta

Uppfært 11. desember 2025

Á árinu 2026 leikur U18 ára landslið Íslands í heimsmeistarakeppni IIHF 3. deild B sem leikin verður í Sarajevó, Bosníu Herzegóvinu,  13. til 19. febrúar 2026.

Fararstjóri liðsins verður Sigurður Sveinn Sigurðson
Aðal þjálfari Gauti Þormóðsson
Aðstoðar þjálfarar Gunnlaugur Thoroddsen og Hákon Marteinn Magnússon
Heilbrigðisstarfsmaður Jóhann Páll Jónsson
Tækjastjóri Ingi Snorri Bjarkason

Ferðatilhögun er sem hér segir. Ferðalagið hefst 11. febrúar. Þetta er nokkuð langt og strangt ferðalag þar sem þarf að taka 3 flug til að komast á leiðarenda. 

Flogið verður í gegnum Frankfurt, þaðan til Zagreb í Króatíu og svo frá Zagreb til Sarajevó.  Á heimleiðinni er svo farið Zagreb, Amsterdam og svo áleiðis heim. Flugnúmer og upplýsingar hér fyrir neðan. 

1  FI 520          11FEB                 KEFFRA              0725 1205   *1A/E*
2  OU 411       11FEB                 FRAZAG            1800 1920   *1A/E*
3  OU 342       11FEB                 ZAGSJJ               2200 2250   *1A/E*
4  OU 341       20FEB                 SJJZAG                0630 0720   *1A/E*
5  OU 450       20FEB                 ZAGAMS           0825 1030   *1A/E*
6  FI 501          20FEB                 AMSKEF            1255 1525

Liðin sem taka þátt í þessu móti eru þessi í styrkleikaröð. Ísland, Thaíland, Turkmenistan, Bosnía & Herzegóvína, Suður Afríka og Luxemburg.

Leikið verður eftir nýju fyrirkomulagi sem IIHF er að taka upp og er þetta mót eitt af tilrauna mótum þar sem verið er að prófa þetta nýja kerfi. Kerfið er þannig uppbyggt að liðunum er raðað í tvo hópa A og B eftir ranking stöðu. Þannig að í A-hópi eru lið 1, 4 og 5, og í B-hópi eru lið 2, 3 og 6. Þá raðast þetta þannig að við sem erum no 1 í A hóp leikum fáum léttasta leikinn fyrst ef marka má ranking, og svo verða þeir erfiðari og erfiðari.

13. feb  Luxemburg - Ísland
14. feb Ísland - Turkmenistan
15. feb frídagur
16. feb Ísland - Thaíland
17. feb frídagur. 
18. feb Undan úrslit, 
19. feb Úrslit
20. feb Heimferð.

Kostnaður og styrkir. 
Áætlaður kostnaður hvers keppanda í þessu verkefni er 255.000,- sem þarf að standa skil á áður en lagt er upp í ferðalagið.

Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) gerir ráð fyrir því að greiddur verið út styrkur frá þeim til þess að mæta útgjöldum sem þátttakendur í ungmenna landsliðsverkefnum sambandsins leggja út persónulega á árinu 2026. Á þessu er þó sá fyrirvari að þetta verður ekki að fullu ljóst fyrr en fjárlög hafa verið samþykkt á Alþingi. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir að u.þ.b. 80 til 90 þúsund krónur fáist endurgreiddar á vormánuðum fyrir hvern keppanda. ÍHÍ annast umsóknarferlið og endurgreiðsluna líkt og var gert í vor og sumar. Verður það tilkynnt á heimasíðu sambandsins þegar ljóst verður hvernig þessu er háttað. Rétt er hér að árétta aftur að þetta er bundið fjárlögum og er ekki öruggt fyrr en fjárlög hafa verið samþykkt, án þess að niðurskurði verði beitt á fyrirhugað framlag til AMÍ.

Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga fyrir bæði leikmenn og forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára. 

  • Vegabréf: Vinsamlega athugið að vegabréfið verður að eiga a.m.k. 6 mánuði eftir af gildistíma sínum á heimkomudegi eftir að ferð líkur. Þeir sem eru að fara í sína fyrstu ferð þurfa að senda mynd af aðalsíðu vegabréfs til skrifstofu ÍHÍ á netfangið vidarg@ihi.is
  • Tryggingar: ÍHÍ er með alla leikmenn og starfsmenn landsliða tryggða hjá VÍS á meðan á keppni og æfingum stendur. Þetta er grunn slysa- og sjúkratrygging. Bæði leikmenn og starfsmenn eru hvattir til að kanna persónulegar tryggingar sínar þar sem ekki er um hefðbundna ferðatryggingu að ræða. Þegar um ferðalög innan Evrópu er að ræða eru allir hvattir til þess að verða sér út um Evrópska sjúkratryggingakortið. Það veitir rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-löndum, auk Bretlandi og Sviss. Korthafi greiðir sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustuna og íbúar landsins. Rétt er að benda á að kortið gildir einungis fyrir þjónustu sem er innan opinbera sjúkratryggingakerfis þar sem hún er veitt.
    Slóð á kortið er hér https://island.is/evropska-sjukratryggingakortid
  • Búnaður: Rétt er að minna hér á að allur útbúnaður annar en keppnisbúningar eru á ábyrgð leikmanna, Allar tilskyldar hlífar, hjálmar, kylfur, skautar, hálshlífar o.s.frv. Við hér á Íslandi förum eftir reglum IIHF og því á að vera þekkt hverjar kröfurnar eru. Hjálmar þurfa að vera hvítir, rétt er hér að benda á að nokkuð er um að hjálmar gangi í láni á milli aðila innan sama aðildarfélags. Það er um að gera að kanna með slíkt í tíma. Ef spurningar vakna vinsamlega hafið samband við tækjastjóra viðkomandi ferðar. 
  • Lyfjanotkun og undanþágur: Ef leikmenn nota lyf að staðaldri þarf að hafa samband við lyfjaeftirlit Íslands. Á vefsíðu lyfjaeftirlitsins er bæði hægt að skoða bannlistann og einnig er hægt að sækja um undanþágu. Rétt er að setja svona vinnu í gang sem fyrst því ef lyf sem einstaklingur tekur er á bannlista getur hann ekki tekið þátt nema hafa undanþágu frá Lyfjaeftirliti. Því er rétt að ítreka þetta fyrir alla sem enn eru í æfingahóp að setja þessa vinnslu strax í gang því þetta tekur nokkurn tíma.
    Vefur Lyfjaeftirlitsins https://www.antidoping.is/
  • Samþykkisyfirlýsing vegna ferðalaga einstaklinga undir 18 ára aldri.
    Þegar barn undir 18 ára aldri ferðast milli landa án fylgdar beggja forsjáraðila geta landamærayfirvöld krafist sönnunar þess að barnið hafi leyfi þeirra til að ferðast.
    Annars getur barnið átt hættu á að tefjast eða vera synjað um komu eða brottför.
    Auk vegabréfs eða annarra ferðaskilríkja er því mælt með að barnið eða fylgdaraðilar þess hafi meðferðis gögn sem sanna samþykki forsjáraðila fyrir ferðalaginu.
    Því þarf að fylla út og senda á fararstjóra eða á skrifstofu ÍHÍ svokallaða Samþykkisyfirlýsingu fyrir alla sem ekki eru orðnir 18 ára. Eyðublað má finna á island.is/utanlandsferdir-barna/
  • ÍHÍ útvegar landsliðshópum sínum ferðafatnað. Hann getur verið mismunandi eftir hvert er farið og á hvaða árstíma. Í ákveðnum tilfellum, sérstaklega þegar um dýrar yfirhafnir er að ræða er fatnaðurinn lánaður og er mikilvægt að sá hluti skili sér til sambandsins aftur. Meginreglan sem unnið er með í dag er að einstaklingar eiga fatnaðinn sem þeim er útvegaður. Sem stendur er Íshokkísambandið með samning við JAKO og kemur fatnaðurinn þaðan. Þessi fatnaður er merktur og ef afhentur stuttu fyrir hverja ferð. Gott er ef leikmenn þekkja hvaða stærð þeir nota af fatnaði frá JAKO og láti þeir tækjastjóra ferðar vita. 
  • Hver leikmaður er skráður með eina hokkítösku í ferðalagið. Hokkítaska má vera mest 23 kg: inn í því er hokkígalli, treyjur, cover, sokkar, snyrtitaska, upphitunarföt, innanundir hokkí föt, vítamín/prótein og annar persónulegur fatnaður/búnaður. Sambandið kaupir aukalega töskur undir kylfur leikmanna og útbúnað líkt og skerpingarvél og verkfæri sem liðinu fylgja.

Meira síðar