U14

Í U14 skal spilað á heilu svelli. Engin upphitun er á ís fyrir þennan flokk. Leiktíminn er 3 x 15 mínútur þar sem 1. og 2. lota er á rúllandi klukku og 3. lota á stoppklukku. Hefla skal fyrir þriðju lotu. Milli 1. og 2.lotu er stutt 2 mínútna hlé en á milli annarrar og þriðju lotu skal hafa 15 mínútna hlé og heflun.

U14 mót eru spiluð sem mótaröð líkt og U16-U20, í heild fjögur mót yfir árið. Mótshaldari skal taka að sér gerð leikskýrslu sem heldur utan um stig og refsingar einstaka leikmanna.

Verðlaun skulu afhent þegar síðasta mót tímabilsins er afstaðið.

Mönnun leikja

Í U14 er lágmarksmönnun á leikjum 3 starfsmenn í refsiboxi til þess að leikur geti farið fram. Þeir starfsmenn skulu sinna stöðum hliðvarða (einn), tímavarðar og leikskýrslu. Æskilegt er að sá sem tekur að sér hlutverk tímavarðar eða ritara leikskýrslu sé kynnir leiksins. 

Markadómarar, tímavörður og ritari leikskýrslu skulu hafa náð 18 ára aldri.

Tölfræði

Í U14 er tekin niður tölfræði mörk, stoðsendingar og refsimínútur fyrir hvern leikmann.

Æskilegt er að starfsmaður sem tekur niður tölfræði fyrir skot á mark hjá öllum leikmönnum sitji í stúkunni.

Upplýsingarnar má þó skrá hvaðan sem er.

Hliðverðir skrá niður þá leikmenn sem eru inn á vellinum þegar mörk eru skoruð. Hliðvörður fyrir lið A tekur niður númer leikmanna í liði A og
hliðvörður fyrir lið B tekur niður númer leikmanna í liði B.  

Upplýsingarnar eru gefnar ritara eftir hvert mark.

Mótstjórn U14

Mótstjórn skipuð fararstjóra hvers liðs fyrir sig ásamt mótanefndarmanni heimaliðs sem jafnframt er mótstjóri. Mótsstjóri sér um að boða  fundi mótsstjórnar og stýrir þeim. Mótstjórn hefur fullt umboð mótanefndar ÍHÍ og aganefndar ÍHÍ á meðan á mótinu stendur.

Þannig hefur mótsstjórnin heimild til þess að bregða út af auglýstri dagskrá og beita leikmenn eða forráðamenn liða refsingum fyrir agabrot. Allar slíkar ákvarðanir skulu samþykktar af einföldum meirihluta mótsstjórnar þar sem hver fulltrúi í mótsstjórn hefur eitt atkvæði.

Allar ákvarðanir skulu færðar í fundargerð mótstjórnar.

Refsingar | Framlengingar