Afreksstefna ÍHÍ

Afreksstefna ÍHÍ samþykkt á formannafundi ÍHÍ 17. nóvember 2015 og gildir í 5 ár.

Inngangur

Stjórn ÍHÍ heldur utan um afreksstefnu íshokkísambandsins, bæði þegar kemur að framkvæmd stefnunar og einnig að endurskoðun hennar á hverjum tíma. Stjórninni er heimilt að útvista verkefnum tengdum stefnunni til nefnda sinna hvort sem þau verkefni eru á viði framkvæmda eða endurskoðunar á stefnunni.

Helsti samstarfsaðili stjórnar ÍHÍ í afreksmálum er landsliðsnefnd ÍHÍ. Formaður landsliðsnefndar kemur ávallt úr stjórn sambandsins og skal varaformaður ÍHÍ vera formaður nefndarinnar ef þess er nokkur kostur. Aðrir nefndarmenn verða valdir m.t.t. reynslu úr íþróttinni, bæði innan ÍHÍ sem og utan. Stjórn ÍHÍ og landsliðsnefndin munu leita sér ráðgjafar m.a. til Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) og stærri þjóða í greininni s.s. Svíþjóðar og Finnlands.

Yfirlandsliðsþjálfari, í samráði við landsliðsnefnd, leggur línurnar og samhæfir, fyrir aðra þjálfara sem vinna hjá sambandinu, s.s. þegar kemur að styrktaræfingum, fjölda æfinga einstakra liða og leikskipulagi.
Áður en  keppnistímabil hefst skulu leikmenn ganga undir þrekpróf sem skipulögð eru af landsliðsnefnd í samvinnu við yfirþjálfara ÍHÍ.

Ungir og efnilegir

Stjórn ÍHÍ og Landsliðsnefnd stefna að því að halda sumarbúðir fyrir unga og efnilega leikmenn á aldrinum 12–15 ára.  Samkvæmt reglum IIHF skal leikmaður sem leikur með U18 ára landsliði hafa náð fimmtán ára aldri á því keppnistímabili sem HM fer fram. Hópurinn Ungir og efnilegir eru því þeir leikmenn sem falla utan þess aldurstakmarks. Ásamt sumarbúðum mun sambandið í nánu samstarfi við aðildarfélög sín skipuleggja keppnisferð erlendis a.m.k. einu sinni á ári.

Tilgangurinn er að gefa þessum krökkum innsýn inn í það hvernig það er að vera í landsliði og  bæta viðhorf leikmanna gagnvart því að vera í landsliði.

U18 ára landslið pilta
Aðalverkefni liðsins er HM-mót IIHF sem fram fer í mars á ári hverju. Leitast skal við að þjálfari og aðstoðarmaður hans séu íslenskir og hafi lokið námi/námskeiði sem gagnast þeim í starfi.

Haldnar skulu a.m.k. 3 þjálfunarbúðir þar sem landsliðshópur æfir saman áður en að keppnisferð kemur.

Fyrsti hópur er valinn þannig að þjálfarar aðildarfélagana tilnefna þá sem þeir telja að eigi erindi í liðið. Þeir leikmenn og/eða forráðamenn sem boðaðir eru í fyrsta skipti fá formlegt bréf þar um frá ÍHÍ.

Landsliðsþjálfarar skera svo niður hópinn fyrir næstu búðir og velja svo endanlegt lið í síðustu búðum fyrir hverja ferð.

Þjálfunarteymi:

Teymið hefur á að skipa allt að 6 manns og að lágmarki 4. Aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari, liðstjóri, tækjastjóri, læknir/sjúkraþjálfari og aðstoðar liðsstjóri.

U20 ára landslið pilta
Aðalverkefni liðsins er HM-mót IIHF sem fram fer í desember/janúar á ári hverju. Þjálfari liðsins skal vera sá sami og þjálfar karlalandsliðið ef því verður við komið. Að öðrum kosti skal leitast við að þjálfari liðsins hafi góð tengsl inn í þjálfarateymi karlaliðsins.

Haldnar skulu a.m.k. 3 þjálfunarbúðir þar sem landsliðshópur æfir saman áður en að keppnisferð kemur.

Fyrsti hópur er valinn þannig að þjálfarar aðildarfélagana tilnefna þá sem þeir telja að eigi erindi í liðið. Þeir leikmenn/forráðamenn sem boðaðir eru í fyrsta skipti fá formlegt bréf þar um frá ÍHÍ.

Landsliðsþjálfarar skera svo niður hópinn fyrir næstu búðir og velja svo endanlegt lið í síðustu búðum fyrir hverja ferð.

Þjálfunarteymi:

Teymið hefur á að skipa allt að 6 manns og að lágmarki 4.

Aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari, liðstjóri, tækjastjóri, læknir/sjúkraþjálfari og aðstoðar liðsstjóri.

Kvennalandslið

Aðalverkefni kvennaliðsins er HM-mót IIHF sem fer fram í mars á hverju ári. Þjálfari liðsins skal vera sá sami og þjálfar karlalandsliðið ef því verður við komið. Leitast skal við að þjálfari og aðstoðarmaður hafi lokið námi/námskeiði sem gagnast þeim í starfi.

Haldnar skulu a.m.k. 3 þjálfunarbúðir þar sem landsliðshópur æfir saman áður en að keppnisferð kemur.

Fyrsti hópur er valinn þannig að þjálfarar aðildarfélagana tilnefna þá sem þeir telja að eigi erindi í liðið. Þeir leikmenn/forráðamenn sem boðaðir eru í fyrsta skipti fá formlegt bréf þar um frá ÍHÍ.

Landsliðsþjálfarar skera svo niður hópinn fyrir næstu búðir og velja svo endanlegt lið í síðustu búðum fyrir hverja ferð.

Þjálfunarteymi:

Teymið hefur á að skipa allt að 6 manns og að lágmarki 4.

Aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari, liðstjóri, tækjastjóri, læknir/sjúkraþjálfari og aðstoðar liðsstjóri.


Karlalandslið
Aðalverkefni karlaliðsins eru HM mót IIHF sem fara fram í apríl á hverju ári. Fjórða hvert ár

tekur landsliðið þátt í undankeppni Ólympíuleika.

Aðalþjálfari skal hafa þjálfaramenntun á háu alþjóðlegu stigi eða reynslu sem þjálfari á háu stigi í stærri deildum. Aðstoðarþjálfari skal vera íslenskur ef kostur er og hafa lokið þjálfaramenntun á B stigi ÍSÍ að lágmarki.

Landsliðsþjálfarar velja hópinn sem boðaður er til æfinga, hvort sem það er í formi landsliðsbúða eða stakra æfinga.

Þjálfunarteymi:

Teymið hefur á að skipa allt að 6 manns og að lágmarki 4.

Aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari, liðstjóri, tækjastjóri, læknir/sjúkraþjálfari og aðstoðar liðsstjóri.


Fjármögnun
ÍHÍ hefur á undanförnum árum fjármagnað afreksstarf sitt með styrkjum frá Alþjóða Íshokkísambandinu og Afrekssjóði ÍSÍ. Unnið er að því að breikka fjármögnun sambandsins með aðkomu styrktaraðila. Þátttakendur í einstaka landsliðum þurfa enn að greiða hluta af kostnaði sem hlýst af ferðum þessum og líklegt að svo verði enn um sinn.


Aðstaða
Eðli málsins samkvæmt fer meginpartur æfinga fram í skautahöllum landsins. Þeir ístímar sem landsliðin fá eru teknir af æfingatíma aðildarfélaga ÍHÍ. Staðan getur því orðið snúin þar sem gæta verður jafnvægist svo t.d. barnaæfingar félaganna falli ekki niður í of miklum mæli. Aðstaða til æfinga utan íss mætti vera betri en er þó misjöfn milli halla. Landsliðsnefnd mun leggja áherslu á að vinna í að bæta ástand leikmanna í samvinnu við aðildarfélög s.s. með uppsetningu skotsvæða og aðstöðu til styrktaræfinga. 

Fagteymi
Unnið skal að því að skilgreina þörf sambandsins fyrir fagteymi ásamt því að finna hæfa einstaklinga til að taka sæti í teyminu.

Menntun þjálfara og annarra starfsmanna
Nefndin stefnir að því að skylda þjálfara sem taka þátt í landsliðsstarfi ÍHÍ til að ljúka að lágmarki 1. stigi í þjálfaramenntu ÍSÍ eða sambærilegu námi.
ÍHÍ býr nokkuð vel þegar kemur að menntun þjálfara og annarra starfsmanna þegar kemur að þeim þáttum sem snúa beint að íshokkí. Helgast það mestmegnis af því hversu öflugt starf IIHF er. IIHF stendur fyrir búðum i Vierumaki í Finnlandi ár hvert. Einnig er til mikið efni sem þjálfarar geta haft aðgang að hjá stórum samböndum s.s. USA Hockey, Hockey Canada og sænska sambandinu.

Framtíðarsýn
ÍHÍ réð fyrst til sín yfirþjálfara keppnistímabilið 2014-15. Eins og hefur áður komið fram vill ÍHÍ með ráðningu hans koma á betri samhæfingu heilt yfir. Ekki einungis hjá landsliðum heldur einnig út í aðildarfélögum sambandsins. ÍHÍ hefur unnið með ÍSÍ og Olympic Solidarity að verkefni þar sem lögð er áhersla á að bæta þjálfun ungmenna. Með þessu vill sambandið fá aðildarfélög sín til að leggja áherslu á þætti sem síðar meir koma til með að nýtast leikmönnum landsliða. Fyrir yngstu börnin (4–11 ára) notast aðildarfélög ÍHÍ við LTP (Learn to Play) kerfi IIHF (http://www.iihf.com/iihf-home/sport/coaches/learn-to-play.html ). Stefnan er því sett á að koma upp prógrammi sem tekur við börnum úr LTP prógramminu. Gert er ráð fyrir að prógrammið verði komið í notkun í byrjun keppnistímabilsins 2016-17.

Í náinni framtíð er það vilji ÍHÍ að auka starfshlutfall aðalþjálfari sambandsins, þannig að hann geti haft hér á landi meiri viðveru tíma til nánara samstarf við grasrótina  um ýmislegt varðandi þjálfun og umhverfi þeirra barna og unglinga sem æfa þessa íþrótt.  Það er einlæg trú okkar að með því að styrkja umhverfi það sem börn og unglingar hérlendis hafa til iðkunar á íshokkí séum við að búa í haginn fyrir framtíðar árangur landsliða okkar.