2026 U18 ára landslið stúlkna

Uppfært 18. nóvember 2025

Alþjóða íshokkísambandið IIHF hefur ákveðið að U18 kvenna, Division II, Group B verði leikin í Cape Town, Suður-Afríku, dagana 26. jan til 1. febrúar 2026.

Ferðatilhögun er sem hér segir. Ferðalagið hefst 23. janúar.

Flogið verður í gegnum London með Brittish Airways beint niður á Cape Town. Flugnúmer og tímasetningar eru hér.

1 BA 895 G 23JAN KEFLHR 1150 1500
2 BA 043 G 23JAN LHRCPT 1825 0805+1
3 BA 058 G 02FEB CPTLHR 1855 0455+1
4 BA 894 G 03FEB LHRKEF 0735 105

Lent verður í Cape Town klukkan 08:00 að morgni 24. janúar 2025. Þetta er tæplega 12 klukkustunda flug beint í Suður.
Ferðin heim verður með sama hætti í gegnum London og verður lagt í hann frá Cape Town síðdegis 2. febrúar, komið til London klukkan að verða 5 að morgni 3. feb. og svo morgunflug heim til Íslands. Áætlaður komutími til Íslands er rétt að verða 11 að morgni.

Skautasvellið sem leikið verður á er í spilavíti í borginni og heitir
Ice Station, Grand West Casino
1 Jakes Gerwel Drive,
Goodwood,
Cape Town,
South Africa

Staðfest hótel sem liðið dvelur á er
Capetonian Hotel Cape Town
Pier Place,
Heerengracht Street,
Foreshore,
Cape Town
Fyrir foreldra sem hyggja á ferð niðureftir er rétt að benda á að þetta er svokallað Halal-hótel. Sem þýðir að áfengi er ekki hægt að fá á þar.

Fararstjórn fyrir liðið er eftirfarandi.

Guðrún Kristín Blöndal, fararstjóri
Erla Sigurgeirsdóttir, aðstoðarfararstjóri
Kim McCullough, aðalþjálfari
Silvía Björgvinsdóttir, aðstoðarþjálfari
Teresa Snorradóttir, aðstoðarþjálfari
Erla Jóhannesdóttir, tækjastjóri
Ragnhildur Kjartansdóttir, bráðatæknir, heilbrigðisteimi