Meistaraflokkur karla og kvenna

Upphitun og heflun í meistaraflokki karla og kvenna

Í meistaraflokki kvenna og karla skal undirbúningur fyrir leik fara fram á eftirfarandi hátt:

  1. Upphitun á óhefluðum ís (nema annað sé í boði) í 15 mínútur
  2. Ísinn er heflaður og leikur hefst 15 mínútum eftir að upphitun lýkur.

Dómari getur þó ákveðið að víxla 1. og 2. lið sé ástand íssins svo slæmt að ekki er hægt að taka upphitun á óhefluðum ís.

Mikilvægt er að leikir hefjist á réttum, auglýstum, tíma.

Refsingar

Refsingar í íshokkí eru frá því að vera 2 mínútur upp í það að leikmaður er rekinn úr leiknum og í sturtu.

Í dæmunum hér að neðan er brotlegi leikmaðurinn alltaf nefndur X.

Hér eru helstu aðstæður sem geta komið upp:

  1. Leikmaður X fær 2 mínútur í refsingu fyrir brot
    1. Hann situr refsinguna út
    2. Hann kemur inn á ís þegar andstæðingarnir skora mark
    3. Hann tekur út refsinguna þó svo að jafnt er í liðum og mark er skorað (5 - 5, 4 - 4)
  2. Leikmaður X fær 2 + 2 mín í refsingu
    1. Dómur fer upp á töflu
    2. Ef andstæðingurinn skorar á meðan fyrri tvær mínúturnar eru að telja niður strokast afgangur þeirrar refsingar (fyrri refsing) út og leikmaðurinn situr seinni tvær mínúturnar (seinni refsing).  Það sama gerist ef leikmaður er að sitja seinni tvær mínúturnar, þ.e. leikmaðurinn fer inn á ísinn.
  3. Leikmaður X fær 2 + 10 mín í refsingu (brot og persónulegur dómur)
    1. Tvær mínútur fara upp á töflu og auka leikmaður Z kemur í refsiboxið
    2. Leikmaður X situr í refsiboxinu í hámark 12 mínútur og kemur inn á ísinn eftir fyrsta flaut eftir að refsitími er liðinn
    3. Leikmaður Z fer inn á völlinn þegar tvær mínúturnar (fyrri refsing) um leið og þær eru liðnar
      • Undantekning: Skori liðið sem eru fleiri á vellinum á meðan á refsingu stendur, þurrkast eftirstöðvar 2 mínútna dómsins út og leikmaður Z má fara úr refsiboxinu. Jafnframt byrjar 10 mínútna (persónulegi) dómurinn þá strax að telja hjá X.
  4. Einn leikmaður úr hvoru liði fær refsingu. Dómari ákveður að beita jöfnun (jöfnunardómur)
    1. Báðir leikmennirnir, einn úr hvoru liði, sem hlutu refsingar koma í refsiboxi
    2. Refsingar fara ekki upp á töflu
    3. Nýir leikmenn koma inn á ís af varamannabekk
    4. Leikmenn í jöfnunar refsingu koma inn á ís eftir fyrsta flaut eftir að refsingu er lokið
      • Dæmi: Lið eru að spila 5 – 4 þegar dómari gefur sitthvorum leikmanninum úr sama liðinu dóm. Dómarinn beitir jöfnun og liðin spila áfram 5 – 4. (Á þeim tímapunkti eru tveir leikmenn í öðru refsiboxinu en einn í hinu) en aðeins einn dómur er uppá töflu, þessi upprunalegi. Liðið sem skipað er 5 leikmönnum skorar og fer þá sá leikmaður, hins liðsins, sem á stystu refsinguna uppá töflunni inná ís aftur.
  5. Leikmaður X hlýtur 5 + 20 mín (GM) eða 25 min (MP)
    1. Leikmaður X skal halda til búningsklefa. Leikmanninum er heimilt að halda til þar eða skal yfirgefa keppnisstað, hann má ekki horfa á leikinn úr áhorfendastæðum eða stúku.
    2. Aukaleikmaður Z kemur í refsiboxið og situr þessar 5 mínútur (fyrir leikmann X) sem fara upp á klukku
    3. Leikmaður Z situr allar 5 mínúturnar og breytir þar engu um hvort andstæðingarnir skora mark eður ei.
    • Athugið: Hljóti annar leikmaður úr sama liði 2ja mínútna refsingu (5 – 3) og andstæðingar skora mark eftir það, þá fer sá leikmaður inná (sjá c lið).  

Framlengingar

 Sjá nánar reglu 84 í Rule book IIHF

Eftirfarandi reglur gilda í U14, U16, U18, U20, meistaraflokki karla og kvenna:

  1. Leikið er áfram 1 x 5 mínútna framlenging með þrjá útispilandi leikmenn þar til annað liðið skorar (gullmark).
  2. Náist ekki úrslit í bráðabana, skal háð vítakeppni.  Þriggja mínútna hlé er gert á leik þar til vítakeppni hefst. Hefill skal þurrhefla u.þ.b 14 metra breitt svæði frá marki til marks. Hvort lið tekur 5 víti sem tekin eru af sitthvorum leikmanninum.
  3. Náist ekki úrslit í vítakeppni skal háður víta-bráðabani. Heimilt er að nota alla leikmenn liðsins í víta-bráðabana og/eða sama leikmanninn aftur og aftur. Leikmaður eða leikmenn sem eru að taka út refsingu í refsiboxi þegar bráðabana lýkur eða hefur verið vísað af velli geta ekki tekið víti.