Sömu reglur gilda um framkvæmd leikja og í meistaraflokki karla og kvenna að því undanskildu að ekki þarf að hefla svellið fyrir vítakeppni, en dómari getur ákveðið að slíkt sé gert telji hann þess þörf. Telji dómari þörf á að hefla skal ísinn þurrheflaður í gegnum miðjan völlinn.
Mönnun leikja
Í U16, U18 og U20 er lágmarks mönnun á leikjum 4 starfsmenn í refsiboxi til þess að leikur geti farið fram af öryggisástæðum. Þeir starfsmenn skulu sinna stöðum hliðvarða (tveir), tímavarðar og leikskýrslu. Æskilegt er að sá sem tekur að sér hlutverk tímavarðar eða ritara leikskýrslu sé kynnir leiksins.
Æskilegt er að starfsmaður sem tekur niður tölfræði fyrir skot á mark hjá öllum leikmönnum sitji í stúkunni.
Upplýsingarnar má þó skrá hvaðan sem er eins lengi að viðkomandi hafi góða yfirsýn yfir leikvöllinn.
Hliðverðir skrá niður þá leikmenn sem eru inn á vellinum þegar mörk eru skoruð.
Hliðvörður fyrir lið A tekur niður númer leikmanna í liði A og hliðvörður fyrir lið B tekur niður númer leikmanna í liði B.
Upplýsingarnar eru gefnar ritara eftir hvert mark.