Í leikjum U8, U10 og U12 skal flauta á 2 mínútna fresti og skal þá skipt um leikmenn.
Ef upplögð marktækifæri eiga sér stað við flaut skal ekki hafa þau af liðum í U12.
Eftirfarandi regla gildir um helgarmót í flokkum U8 - U12:
U8-U10
- U8/U10 leikir eru spilaðir 4 gegn 4 leikmenn + markmenn þvert yfir á einn þriðja af ís.
- Spilað skal með bláan pökk
- U8 er blönduð deild. Krílaleikir eru fyrir leikmenn á leikskólaaldri og er leikmönnum félaganna blandað.
- U10 er með A og B deildir.
- Félögin miða við að hámark 9 leikmenn séu í hverju liði, 1 markvörður og tvær línur af útileikmönnum.
- Leiktíminn er 2x15 mínútur með sjálfvirkri flautu á 2 mínútna fresti. Stutt hlé skal taka á milli lotna (2 mín).
- Dómarar byrja hvern leik á uppkasti. Einu önnur skiptin sem uppkast er í leik er þegar nýr leikhluti hefst eða að pökkur fer út fyrir völlinn.
- Þegar mark er skorað leiðbeinir dómari leikmönnum þess liðs sem skoraði að bakka aftur fyrir miðlínu vallarins. Liðið sem fékk á sig mark
hefur leik frá sínu marki og leikur heldur áfram. Það sama á við þegar markmaður frystir pökkinn.
- Ef það er brot, flautar dómarinn og kallar brotið. Sá brotlegi yfirgefur völlinn og hvílir það sem eftir lifir af skiptingunni en nýr leikmaður úr sama liði kemur í hans stað af bekknum. Liðin eru áfram jöfn að styrk eða 4 á móti 4 leikmönnum. Liðið sem fékk á sig dóminn bakkar aftur fyrir miðju og sóknarliðið hefur leik frá sínu marki.
- Þegar sjálfvirka flautan gellur skauta næstu línur út á völlinn og hefja strax leik með pökkinn, ekkert uppkast. Leikmenn sem fara út af verða að skilja pökkinn eftir þar sem hann er. Ef leikmaður tekur tvöfalda vakt (t.d. ef lið er ekki fullskipað tveimur línum eða einhver meiðist) verður hann að skauta að skiptisvæðinu og snerta battann áður en hann getur leikið pökknum aftur.
Almennt fyrir U8/U10 mót
Almenna reglan fyrir U8/U10 mót eru að leikmenn spila aðeins í einu liði innan þeirra aldurshóps. Leikmenn sem spila með A1 spila eingöngu þar og ekki með A2 og alls ekki líka í B liði.
Ef leikmaður liðs forfallast á síðustu stundu og þarf að fá lánsmann úr öðru liði er mikilvægt að leikmaður á sama getustigi sé valin í hans stað.
A leikmenn eru A leikmenn og B leikmenn eru B leikmenn.
Leikmenn geta alltaf spilað aukalega fyrir flokkinn fyrir ofan (t.d. U8 leikmaður spilar einnig í U10) en sama reglan gildir að spila ekki í bæði A og B innan sama aldursflokks.
Lið geta lent í vandræðum með markverði en þá er það leyst í samráði við þjálfara hinn félaganna.
U12
- Spila skal leiki í U12 á heilu svelli hjá A-liðum en 2/3 hluta íssins hjá öðrum liðum í flokknum.
- Spilað er með svartan pökk
- Leiktími er 2 x 20 mínútur. Stutt hlé skal taka milli lota (2 mínútur). Ekki eru tekin leikhlé í U12.
- Þegar mark er skorað leiðbeinir dómari leikmönnum þess liðs sem skoraði að bakka aftur fyrir miðlínu vallarins. Liðið sem fékk á sig mark
hefur leik frá sínu marki og leikur heldur áfram. Það sama á við þegar markmaður frystir pökkinn.
- Ef það er brot flautar dómari og kallar brotið. Sá brotlegi yfirgefur völlinn og hvílir það sem eftir lifir af skiptingunni en nýr leikmaður úr sama liði kemur í hans stað af bekknum. Liðin eru áfram jafn fjölmenn eða 4 á móti 4 leikmönnum. Liðið sem fékk á sig dóminn bakkar aftur fyrir miðju og sóknarliðið hefur leik frá sínu marki.
- Þegar sjálfvirka flautan gellur skauta næstu línur út á völlinn og hefja strax leik með pökkinn. Leikmenn sem fara út af verða að skilja pökkinn eftir þar sem hann er. Ef leikmaður tekur tvöfalda vakt (t.d. ef lið er ekki fullskipað tveimur línum eða einhver meiðist) verður hann að skauta að skiptisvæðinu og snerta battann áður en hann getur leikið pökknum aftur.
Almennt í U12
Almenna reglan fyrir U12 mót eru að leikmenn spila aðeins í einu liði innan þeirra aldurshóps. Leikmenn sem spila með A1 spila eingöngu þar
og ekki með A2 og alls ekki líka í B liði. Ef leikmaður liðs forfallast á síðustu stundu og þarf að fá lánsmann úr öðru liði er mikilvægt að leikmaður á sama getustigi sé valin í hans stað.
A leikmenn eru A leikmenn og B leikmenn eru B leikmenn.
Leikmenn geta alltaf spilað aukalega fyrir flokkinn fyrir ofan (t.d. U10 leikmaður spilar einnig í U12) en sama reglan gildir að spila ekki í bæði A og B innan sama aldursflokks. Lið geta lent í vandræðum með markverði en þá er það leyst í samráði við þjálfara hinn félaganna.
Mótstjórn U8-U12
Í barnamótum sem leikin eru í formi helgarkeppni skal mótstjórn skipuð fararstjóra hvers liðs fyrir sig ásamt mótanefndarmanni heimaliðs sem
jafnframt er mótstjóri. Mótsstjóri sér um að boða fundi mótsstjórnar og stýrir þeim. Mótsstjórn hefur fullt umboð mótanefndar ÍHÍ og aganefndar ÍHÍ á meðan á mótinu stendur. Þannig hefur mótsstjórnin heimild til þess að bregða út af auglýstri dagskrá og beita leikmenn eða forráðamenn liða refsingum fyrir agabrot. Allar slíkar ákvarðanir skulu samþykktar af einföldum meirihluta mótsstjórnar þar sem hver fulltrúi í mótsstjórn hefur eitt atkvæði, allar ákvarðanir skulu færðar í fundargerð mótstjórnar.