Fræðsla á afrekssviði

  

Netnámskeið á íslensku frá Anti-Doping E-Learning (ADEL)

Lyfjaeftirlit Íslands hefur gefið út fræðsluefni á íslensku í samvinnu við WADA (World Anti-Doping Agency). Námsefnið er sérsniðið fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, viðmiðunaraldur 15 ára og upp úr.

Námskeiðinu er skipt í átta (8) hluta og eru þeir eftirfarandi:

  • Hreinar íþróttir
  • Heimur lyfjaeftirlitsins
  • Krefjandi augnablik á ferli íþróttamanns
  • Lyf í íþróttum – Bannlistinn
  • Matur vs. fæðubótarefni
  • Lyfjapróf
  • Hugrekki til að segja frá
  • Lokakönnun

Athugið: Nauðsynlegt er að búa til aðgang á ADEL til þess að nálgast fræðsluefnið.

Námsefnið frá ADEL má nálgast hér

Afreksbúðir ÍSÍ

Afrekssvið ÍSÍ, nú Afreksmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir afreksbúðum fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk sérsambanda sinna. Hér fyrir neðan eru nokkur afar áhugaverð myndbönd frá þeim fyrirlestrum sem haldnir hafa verið á vegum ÍSÍ fyrir ungt afreksfólk.
 
Svefn og árangur í íþróttum  - Upptaka frá fyrirlestri Dr Erlings Jóhannssonar 
Lyfjamál í íþróttum - Upptaka af fyrirlestri Birgis Sverrissonar
Orkuefnin og samsetning máltíða - Upptaka af fyrirlestri Elísu Viðarsdóttur
Nám samhliða íþróttaiðkun í Bandaríkjunum - Upptaka af fyrirlestri Kolbeins Höðurs Gunnarssonar
Frammistöðukvíði - upptaka af fyrirlestri Hreiðars Haraldssonar
Forvarnir gegn vöðvatognun - upptaka af fyrirlestri Stefáns H. Stefánssonar 
Markmiðasetning og tímastjórnun - upptaka af fyrirlestri Ásdísar Hjálmsdóttur
Andlegur styrkur - upptaka af fyrirlestri Margrétar Láru Viðarsdóttur
Næring sem hámarkar árangur - upptaka af fyrirlestri Thelmu Rúnar Rúnarsdóttur
Vörumerkið ég, framkoma í fjölmiðlum - upptaka af fyrirlestri Silju Úlfarsdóttur
 
 

Heilsuhegðun ungra Íslendinga (hlaðvarp)

Erlingur Jóhannesson prófessor í íþrótta og heilsufræði við Hálskóla Íslands er forvígismaður þessa vísindahlaðvarps um heilsu og lifnaðarhætti ungs fólks hér á landi..  þarna er að finna afskaplega mikinn fróðleik  sem tekin er saman af okkar helstu fræðimönnum á sviði íþrótta og heilsufræði. Þegar hafa verið birtir 12 þættir í tveimur þáttaröðum sem eru mjög upplýsandi bæði fyrir afreksungmenni og foreldra þeirra.  Þættina má finna á vef Háskóla Íslands og einnig með því að smella á takkan hér fyrir neðan.