Fréttir

Björninn Íslandsmeistari 2017 - 2.fl.

2.fl. Bjarnarins er Íslandsmeistari í íshokkí 2017. Í kvöld áttust við Björninn og SA í æsispennandi leik í Egilshöll sem endaði 7-2 fyrir Birninum. Einn leikur er þó eftir og verður hann leikinn á Akureyri 6. mai næstkomandi. Þarna komu saman frábærir leikmenn af báðum kynjum, í hröðum og skemmtilegum leik. Úrval leikmanna sem gaman verður að fylgjast með næstu árin. Framtíðin er björt hjá þessu unga fólki sem mun halda áfram að byggja upp frábæra og skemmtilega íþrótt. Til hamingju með sigurinn, áfram við öll.

Björninn - SA, 2.fl

Einn leikur í 2.fl íshokkí verður í kvöld, í Egilshöll þegar Björninn tekur á móti Skautafélagi Akureyrar. Staðan í 2.fl er með þeim hætti að Björninn er í efsta sæti, þar á eftir kemur SA og SR í því þriðja. Eigum við von á stórskemmtilegum leik, húsið opnar kl 19:00 og leikur hefst um kl 20:00 Björninn hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og verður verðlaunaafhending í leikslok.

Gleðilegt sumar, kveðja frá formanni

Kæra íshokkífólk, Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þátt í því með ykkur að byggja upp íþróttina sem okkur öllum þykir svo vænt um og höfum svo gaman af. En nú er komið að því að leiðir skilji.

Íshokkí í kvöld, þriðjudag 18. apríl 2017

Stórskemmtilegur íshokkíleikur er í kvöld, þegar Björninn og SR í 2fl. mætast í Egilshöll. Leikurinn hefst kl 19:45 og má búast við hörkuleik eftir langt páskafrí. Sjáumst eldhress í Grafarvoginum og hvetjum liðin áfram. Liðin eru blönduð strákum og stelpum, sem gerir leikinn enn betri. Kaffi og kruðerí á boðstólnum.

Ísland - Rúmenía kl 17:00 Fimmtudag

Þriðji leikur 2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group A er Ísland-Rúmenía og hefst leikur kl 17:00 á íslenskum tíma. Beina útsendingu má finna á heimasíðu Alþjóða Sambandsins IIHF. Ýta hér. Stöndum saman og öskrum okkur hás hér heima. Nánari fréttir og beina lýsingu má finna hjá Andra Yrkil á www.mbl.is/sport/ishokki Ýta hér.

2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group A

A landslið karla er komið til Galati, Rúmeníu og mun taka þátt í heimsmeistaramóti karla í annarri deild, riðli A, eða 2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group A. Mótið fer fram 3. til 9. apríl næstkomandi. Þáttökuþjóðir auk Íslands, eru Spánn, Ástralía, Rúmenía, Belgia og Serbía.

3.fl Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistari 2017

Skautafélag Akureyrar, 3. flokkur er Íslandsmeistari 2017 í íshokkí. Lið SA samanstendur af frábærum drengjum og stúlkum og hafa þau sýnt og sannað í vetur að þau eru vel að þessum sigri komin. Innilegar hamingjuóskir frá Íshokkísambandi Íslands og gangi ykkur öllum vel í framtíðinni.

Cougars U13 í Svíþjóð

Nú um helgina er U13 lið frá Skautafélagi Akureyrar og Birninum á íshokkí móti í Farsta Ishall sem er suður af Stokkhólm. Fjögur lönd keppa á þessu móti, Ísland, Svíþjóð, Noregur og Finland.