Cougars U13 í Svíþjóð

Cougars 2017
Cougars 2017

Nú um helgina er U13 lið frá Skautafélagi Akureyrar og Birninum á íshokkí móti í Farsta Ishall sem er suður af Stokkhólm.  Fjögur lönd keppa á þessu móti, Ísland, Svíþjóð, Noregur og Finland.

Róbert Guðnason þjálfari lét þessi orð falla í samtali við okkur; "Þetta er U13 mót sem verið er að halda í Farsta Ishall. 4 lönd eru að keppa Ísland, Svíþjóð, Noregur og Finland. Cougars hópurinn er blandaður frá SA og Birninum. Tilgangurinn með þessari ferð er meðal annars að undirbúa strákana fyrir landsliðið, svo þeir viti nokkurn veginn hvernig fyrirkomulagið er þar. Einnig er þetta frábær leið til að leyfa strákunum að spila á móti einhverjum nýjum og sjá hvernig önnur lönd eru stödd í þessari íþrótt. Strákarnir hafa staðið sig ekkert smá vel þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum sínum, en maður hefur séð hellings mun á þeim frá 1 leik og hafa þeir spilað 3 leiki en þeir munu spila 5 leiki í heildina."

Með hópnum eru; Guðni Helgason Liðs,- og fararstjóri , Ásgeir Hreiðarsson, Sigríður Erlendsdóttir, Jóhannes Sveinn Sveinsson, Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, Agnar Árnason og Kristján Sæþórsson.
Róbert Guðnason er aðalþjálfari og Sergei Zak vinur okkar er til aðstoðar.