Fréttir

Íshokkíþing

7. Íshokkíþing var haldið laugardaginn 30. Maí síðastliðinn en þingið fór fram í Pakkhúsinu á Akureyri. Dagskráin var hefðbundin samkvæmt 8. grein laga sambandsins.

Æfingabúðir fyrir efnilega leikmenn

Fyrirhugaðar eru æfingabúðir fyrir unga og efnilega leikmenn í Egilshöll í júní næstkomandi. Búðirnar eru ætlaðar leikmönnum af báðum kynjum fæddum 1999, 2000 og 2001. Búðunum stýrir Tim Brithén yfirþjálfari landsliða Íslands en honum til aðstoðar verða fulltrúar frá félögum hér á landi.