Íshokkíþing

Úr myndasafni
Úr myndasafni

7. Íshokkíþing var haldið laugardaginn 30. Maí síðastliðinn en þingið fór fram í Pakkhúsinu á Akureyri. Dagskráin var hefðbundin samkvæmt  8. grein laga sambandsins.

M.a. var sambandinu kosin ný stjórn en í henni sitja:

Viðar Garðarsson, formaður.

Aðrir í stjórn eru:

Árni Geir Jónsson
Björn Davíðsson
Helgi Páll Þórisson
Jón Þór Eyþórsson.

Í varastjórn eru kosin:

Arnar Þór Sveinsson
Linda Brá Sveinsdóttir
Óli Þór Gunnarsson.

Stjórnin mun funda fljótlega og þar skipta með sér verkum.

Samþykktar voru breytingar á lögum sambandsins og einnig fimm reglugerðum þess og verða breytingarnar settar inn á vef ÍHÍ fljótlega.

Helsta umræðuefnið fyrir utan fyrrnefnd mál var um landsliðsmál en nk. haust ætti að liggja fyrir niðurstaða í þeim málum.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH