Fréttir

Helgarmót

Það verða börnin í yngstu flokkunum sem loka mótahaldi ÍHÍ á þessu tímabili en um helgina fer fram mót í 5; 6. og 7 flokki í Laugardalnum.

Loka dagurinn í Tallinn,

Já þetta leið nú fljótt eftir allt saman enda nóg fyrir stafni á hverjum degi. Sem fyrr hafa strákarnir staðið sig frábærlega og hafa heillað alla hérna í Eistlandi. Fékk meira að segja hringingu frá forseta Íshokkísambands Eistlands þar sem hann þakkaði okkur sérstaklega fyrir góða umgegni í höllinni. Eina liðið sem skildi sómasamlega við klefan sinn.

Dagur 7 í Tallinn.

Nú er farið að styttast í öðrum endanum hjá okkur. Einn leikur eftir og hann er upp á líf og dauða. Þ.e. hreinn úrslitaleikur um það hvort að við höldum okku uppi í deildinni eða förum niður í 3. deild. Hvað sem verður, þá þurfum við að muna það að íslenska liðið er það yngsta á þessu móti. Mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir rennur í reynslubankann og gerir þá að sterkari leikmönnum.

Dagar 5 og 6 í Tallinn.

Nú var næsti leikdagur runninn upp. Leikurinn við heimamenn beið okkar um kvöldið. Það þýddi að við þurftum ekki að vakna extra snemma. Strákarni höfðu val um það hvort að þeir færu á æfingu eða göngutúr, þar sem að sumir voru aðeins laskaðir og þurftu að safna kröftum fyrir kvöldið. Við höfum verið rosalega heppnir með veður og lítið mál að rölta um svæðið.

Dagur 4 í Tallinn

Dagurinn í dag var rólegri en hingað til þar sem ekki var spilaður neinn leikur í dag. Við höfum því getað safnað kröftum fyrir átökin á morgun. Dagskráin var nú samt sem áður nokkuð þétt. Morgun matur í seinni kantinum eða kl. 9:30.

Dagur 3 í Tallinn

Þá er degi þrjú lokið hér hjá okkur í Eistlandi. Dagurinn byrjaði snemma, morgunmatur kl. 7:00. Að því loknu smöluðum við hópnum upp í rútu og rúlluðuðum á æfingu dagsins sem gekk vel. Engin meiðsli að hrjá leikmenn og strákarnir sprækir. Hjalti gat loksins æft með liðinu þar sem taskan skilað sér loksins.

HM í Belgrad – Loka pistill

Nú rétt áðan lauk HM í íshokkí karla, II deildar A, með besta árnagri sem náðst hefur frá upphafi í íslensku íshokkí. Okkar strákar lögðu Ísrael í lokaleik og tryggðu sér þar með silfurverðlaun á þessu HM. !Stórkostlegt er eina orðið sem ég á yfir þennan frábæra árangur íslenska karlalandsliðsins.

HM í Belgrad - Pistill 5

Í dag er síðasti leikurinn okkar og sá er aldeilis mikilvægur, en með sigri gegn Ísrael tryggjum við okkur silfrið í deildinni. En það er allveg öruggt að Ísraelmenn gefa ekkert eftir því fyrir þeim er þetta spurningin um líf eða dauða í þessum riðli. Tapi þeir falla þeir niður um deild.

U18 - Dagur 1 og 2 í Tallinn

Jæja þá kemur fyrsti pistillinn frá U18 ára ferðinni hér í Tallinn.

HM í Belgrad - Pistill 4

Í gær laugardainn 12 april kl. 16:30 mættu strákanir okkar liði Ástralíu. Góður leiktími. Aftur, morgunmatur kl. 08:00, æfing kl. 9:45, þar sem farið var yfir áherslur í vörn og sóknarleik með tilliti til leikaðferð ástrala. Þjálfarateymið, þeir Tim og Gulli, höfðu legið yfir DVD kvöldið áður af leik ástralana frá því fyrr í mótinu og það átti án nokkurs vafa eftir að hjálpa okkur í leiknum.