HM í Belgrad – Loka pistill

Silfurliðið 2014
Silfurliðið 2014

HM í Belgrad – Loka pistill

Nú rétt áðan lauk HM í íshokkí karla,  II deildar A, með besta árnagri sem náðst hefur frá upphafi í íslensku íshokkí. Okkar strákar lögðu Ísrael í lokaleik og tryggðu sér þar með silfurverðlaun á þessu HM. !Stórkostlegt er eina orðið sem ég á yfir þennan frábæra árangur íslenska karlalandsliðsins.

Leikurinn við Ísrael byrjaði á fullum krafti hjá okka strákur, eins og í gær, og komust við í 2-1 í fyrsta leikhluta með mörkum Emils Alengárd og Andra Már Helgasonar. Ísraelar jöfnuðu leikin í lok fyrsta leikhluta og komust svo 2-3 í öðrum leikshluta. Robin Heström jafnaði svo stöðuna í 3-3 í lok þriðja leikhluta. Hvorugt liðið skoraði meira í þeim leikhluta og þurfti því að framlengja leikinn í 5 mínutna bráðabana sem ekki dugði til og þá varð að grípa til vítakeppni sem strákanir okkar sigruðu rétt eins og Serbana kvöldið áður, með tveimur mörkum gegn einu marki Ísraels eða 5-4 samanlagt. Gríðaleg gleði braust út á meðal okkar manna hér í hölinni í Belgrad í leikslok. Silfrið er okkar, en Ísrael þarf að kveðja þessa deild. Þeir áttu möguleika hefðu þeir unnið vítakeppnina en svona eru íþróttir. Ítarlega er gert grein fyrir gangi leiksins á www.mbl.is og góð viðtöl tekin við strákanna okkar eftir leikinn.

Lokaathöfn fer svo fram kl.22:00 þar sem okkar strákum verður afhent silfurverðlaunin.  Stákanir okkar fá ekki mikið frí eftir það, eða u.þ.b. 4 klst., því kl. 04:00 í nótt skal haldið á stað heim til Íslands

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!

Með loka kveðju frá Belgrad

Jón Þór Eyþórsson