Dagur 7 í Tallinn.

Liðsmynd U18 2014
Liðsmynd U18 2014

Dagur 7 í Tallinn.

Nú er farið að styttast í öðrum endanum hjá okkur. Einn leikur eftir og hann er upp á líf og dauða. Þ.e. hreinn úrslitaleikur um það hvort að við höldum okku uppi í deildinni eða förum niður í 3. deild.
Hvað sem verður, þá þurfum við að muna það að íslenska liðið er það yngsta á þessu móti. Mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir rennur í reynslubankann og gerir þá að sterkari leikmönnum.

Dagurinn í dag byrjaði rólega. Engin æfing heldur fórum við í 30 mínútna göngurtúr í hédeginu. Veðrið lék við okkur í dag og sást það greinilega að okkar drengjum fannst bara vera sumarveður. Inndæddir horfðu á okkur skrýtnum augum þegar strákarnir gengu um berir á ofan. Sumir hristu hausinn og rendu dúnúlpunni alveg upp í háls, en aðrir brostu og voru greinilega hrifnir af uppátækinu sérstaklega þó hjá kvenþjóðinni, enda strákarnir okkar miklir sjarmörar.

Leikur dagsins við Serpa hófst kl. 16:30. Við vissum fyrirfram að þeir væru með mjög sterkt lið. Stórir og sterkir strákar enda eru 12 þeirra fæddir 1996 eða á elsta ári.
Það kom í ljós að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur í dag og því miður náðu okkar strákar ekki upp sama baráttuandanum og í leiknum á móti Eistum. Eftir stórt tap voru þeir þögullir í klefanum og alls ekki sáttir við eigin frammistöðu.
Skulum ekkert ræða meira um þenna leik. Ég vona svo sannarlega að þeir girði sig í brók og komi dýrvitlausir í leikinn á morgun. Við eigum góða möguleika ef við spilum sem liðheild og hvetjum hvora aðra áfram.

Ég ætla ekki að hafa þennan pistil lengri núna og segi góða nótt héðan frá Tallinn.

Kv, Árni Geir