Fréttir

Landslið U18

Alexander og Miloslav, þjálfarar u18 landsliðs karla hafa nú valið hópinn sem fer til Zagreb í Króatíu. Heimsmeistaramót U18 í íshokkí fer fram 24.-30. mars næstkomandi og auk Íslands munu Spánn, Kína, Serbía, Holland og Króatía taka þátt.

Kvennalandslið Íslands í íshokkí 2018

Landsliðsþjálfarar hafið valið lokahóp kvennalandsliðsins 2018 sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars 2018. Þátttökuþjóðir eru Ísland, Nýja Sjáland, Tyrkland, Rúmenía, Spánn og Kína Taipei.

Kvennalandslið Íslands í íshokkí 2018

Landsliðsþjálfarar hafið valið lokahóp kvennalandsliðsins 2018 sem tekur þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars 2018. Þátttökuþjóðir eru Ísland, Nýja Sjáland, Tyrkland, Rúmenía, Spánn og Kína Taipei.

Erindi frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ

Þann 22.febrúar verður fundur Íshokkísambands Íslands með Lyfjaeftirliti ÍSÍ og eru allir í íshokkíhreyfingunni velkomnir. Á þessum fundi, verður erindi frá eftirlitinu og jafnframt almennt spjall um ólögleg lyf og vímuefni rædd. Nú er tækifæri til að fjölmenna og taka virkan þátt og kynna sér allt um málefni Lyfjaeftirlitsins.

Fundur Aganefndar 8. febrúar 2018

Dómarar ÍHÍ

Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) fékk afhent bréf frá dómaranefnd ÍHÍ þar sem farið er yfir þau atvik þar sem á einhvern hátt er veist að dómara eða dómara ógnað í íshokkíleikjum í vetur. Þykir dómurum nóg komið og skorar á stjórn ÍHÍ að beita sér í málinu. Á stjórnarfundi ÍHÍ var samþykkt samhljóma að stjórnin fordæmir öll þau atvik er leikmenn/starfsfólk veitast að dómurum í leik eða utan hans og stjórnin mun beita sér fyrir því að dómar/úrskurðir vegna síendurtekinna atvika verði hertir og margföldunaráhrif dóma beitt.