Fréttir

Skautafélag Reykjavíkur tekur þátt í Continental Cup

Meistaraflokkur karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur er nú komnir til Kaunas í Litháen til að taka þátt í Continental Cup. Um er að ræða evrópukeppni félagsliða í íshokkí og hafa bæði SA Víkingar og Esja tekið þátt í þessu móti áður. Þetta er nokkuð strembið mót þar sem það eru leiknir þrír leikir á þrem dögum og engin af þeim auðveldur.

Úrskurður aganefndar 18. september 2023

Viðar Garðarsson ráðinn sem framkvæmdastjóri ÍHÍ

Stjórn ÍHÍ hefur ráðið Viðar Garðarsson í stöðu framkvæmdastjóra ÍHÍ og hefur hann störf 1.nóvember næstkomandi. Viðar er með meistaragráðu í viðskiptafræðum (MBA) frá Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur mjög víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu.

Vegna leik kvöldins: Bilun í Hydra-kerfi ÍHÍ

Vegna bilunar í Hyrda-kerfi ÍHÍ verður ekki unnt að fylgjast með leik kvöldsins á milli Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna þar. Unnið er að lausn á þessu vandamáli með tæknimönnum IIHF til að koma þessu í samt lag.

Félagaskipti