Fréttir

Dagskrá íslandsmóta íshokkí 2017-2018

Dagskrá íslandsmóta Íshokkí má finna hér til hægri á síðu ihi.is. Hertz-deild karla hefst föstudaginn 8. september í Skautahöllinni í Laugardal þar sem SR tekur á móti UMFK Esju og hefst leikur kl 19:45. Hertz-deild kvenna hefst Laugardaginn 9. september í Egilshöll þar sem kvennalið Reykjavíkur tekur á móti SA Ynjum og hefst leikur kl 16:30.

Dómaranámskeið - 9. og 16. september 2017

Tvö dómaranámskeið verða haldin í september. Í Reykjavík, 9. september, kl 9-15, Engjavegur 6 - hús ÍSÍ í Laugardal. Á Akureyri, 16. september, kl 9-15, Skautahöllin á Akureyri.

www.ishokki.is

Íshokkísamband Íslands hefur látið uppfæra kynningarvef sambandsins, www.ishokki.is Nú er um að gera að deila þessari heimasíðu okkar og þar með kynna og efla íshokkí á Íslandi. Þessi síða er upplýsingasíða fyrir foreldra sem eru að kynna sér íshokkí fyrir börnin sín í fyrsta skipti. Upplýsingar eru um þjálfara og íþróttafélögin sem eru með barna og unglingastarf í íshokkí.

Jóhann og Gunnlaugur í æfingabúðum í Kanada

Jóhann Ragnarsson og Gunnlaugur Þorsteinsson úr Skautafélagi Reykjavíkur voru á dögunum í æfingabúðum í Kanada. Um er að ræða Oshawa Super Week, austur af Toronto hjá Puck Warriors Goaltending. Æfingabúðirnar voru frá 31. júli til 4. ágúst síðastliðinn og sá sem heldur utan um þessar æfingar er Steve Schut sem margir íslendingar þekkja.. Gunnlaugr æfði skauta og kylfutækni meðan Jóhann var í markmannsþjálfun, báðir hæstánæagðir og sælir með æfingabúðirnar.