Fréttir

Stjórn ÍHÍ og nefndir

Á fyrsta stjórnarfundi ÍHÍ var ákveðið að skipun stjórnar yrði eftirfarandi: Formaður Árni Geir Jónsson Varaformaður Helgi Páll Þórisson Gjaldkeri Sigurður Sigurðsson Ritari Björn Davíðsson Meðstjórnandi Guðrún Kristín Blöndal Varamaður Arnar Þór Sveinsson Varamaður Óli Þór Gunnarsson Varamaður Þórhallur Viðarsson

Ísland - Kanada, æfingaleikur í Egilshöll

Kanadíski flugherinn sér um loftrýmisgæslu hér á landi þessa dagana og innan þeirra raða er íshokkílið. Alls verða hér um 180 liðsmenn sem taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO og Landhelgisgæslu Íslands. Flugsveitin er hér á landi með nokkrar orrustuþotur og ein þeirra tók þátt í flugsýningu hér í Reykjavík um daginn, og vakti talsverða athygli. Kanadíska liðið mætti í Egilshöll síðastliðinn þriðjudag og tók á móti úrvalsliði okkar manna og endaði leikurinn 16-7 fyrir Ísland. Lið Kanadamanna skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og svo tóku okkar úrvalslið í taumana, jöfnuðu leikinn og bættu svo í jafnt og þétt. Stórskemmtileg stund fyrir bæði lið.