Fréttir

Heimsmeistaramót U20 - næsti leikur

Hokkíveislan heldur áfram í dag

Í dag fara fram fjórir leikir á heimsmeistaramótinu í Laugardalnum. Kínverska Taipei - Ástralía kl 10:00 Nýja Sjáland - Suður Afríka kl. 13:30 Ísland - Tyrkland kl. 17:00 Kína - Búlgaría kl. 20:30

Léttur sigur í öðrum leik mótsins: Ísland 4 - Kínverska Taipei 0

Ísland bar sigurorð af liði kínverska Taipei í dag í öðrum leik liðsins á heimsmeistaramóti karla U20 sem fram fer í Laugardalnum. Íslenska liðið var betri aðilinn allan leikinn og vann nokkuð örugglega 4 – 0 og máttu gestirnir prísa sig sæla að munurinn varð ekki meiri. Leikurinn var hins vegar frekar rólegur og ekki sami hraðinn og í gær. Þrátt fyrir nokkra yfirburði okkar manna var markalaust eftir fyrstu lotu og fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr enn á 5. mínútu 2. lotu þegar Axel Orongan skoraði eftir stoðsendingu frá Einari Grant. 10 mínútum síðar skoraði Gunnar Arason og jók muninn í 2 – 0 og aftur var það Einar Grant sem lagði upp markið.

Sigur í fyrsta leik á HM U20 í Laugadalnum

Rétt í þessu var að ljúka fyrsta leik íslenska U20 ára landsliðs Íslands í karlaflokki á heimsmeistaramótinu sem hófst í Laugardalnum í dag. Íslenska liðið bar þar sigurorð af Áströlum eftir gríðarlega jafnan leik og hvar úrslit réðust ekki fyrr enn í bráðabana. Fyrsta mark Íslands kom á 11. mínútu þegar Styrmir Maack nýtti sér liðsmuninn eftir að einum Ástralanum hafði verið vikið af leikvelli. Stoðsendingarnar áttu þeir Kristján Árnason og Gunnar Arason.

Heimsmeistaramót U20 í Laugardal 14.-20. janúar 2019

HM U20 verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal, 14.-20. janúar 2019. Skyldumæting yngri iðkennda - íshokkíveisla framundan.