Úrskurður Aganefndar 28. nóvember 2019

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Fjölnis-Bjarnarins í aldursflokki U18 sem leikinn var 27. nóvember 2019.

Í atvikaskýrslu kemur fram að fjórir leikmenn leiksins hafi fengið GM fyrir slagsmál á 51. mínútu.

  • Leikmaður Bjarnarins #91 Hákon Stefánsson
  • Leikmaður Bjarnarins #83 Grettir Ólafsson
  • Leikmaður SR #14 Kári Arnarsson
  • Leikmaður SR #5 Thorgils Eggertsson

Úrskurður Aganefndar: 

Atvikið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fara leikmenn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Fh. Aganefndar

Hallmundur Hallgrímsson