Úrskurður Aganefndar 5. nóvember 2019

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Akureyrar og Fjölnis-Bjarnarins í meistaraflokki karla sem leikinn var 2. nóvember 2019.

Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður Fjölnis-Bjarnarins nr. 39, Christian Peen Andersen hafi hellt fúkyrðum yfir línudómara leiksins að leik loknum.

Úrskurður Aganefndar: 

Atvikið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaður sjálfkrafa í eins leiks bann.

Fh. Aganefndar

Hallmundur Hallgrímsson