Fréttir

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin að þessu sinni skartar tveimur spennandi leikjum sem báðir fara fram norðan heiða.

Jötnar - SR Fálkar umfjöllun

SR Fálkar báru í gærkvöld sigurorð af Jötnum með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í skautahöllinni á Akureyri.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur Jötna og Fálka sem fram fer á Akuryeri og hefst klukkan 19.30.

Björninn - SR umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur heimsótti í gærkvöld Bjarnarmenn í Egilshöllina í meistaraflokki karla. Leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu átta mörk gegn einu marki SR-inga.

Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30.

SA - SR umfjöllun

Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mættust í kvennaflokki á Akureyri sl. laugardag og lauk leiknum með sigri SA-kvenna sem gerðu sextán mörk gegn engu marki SR-kvenna.

Hokkíhelgin

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreytt og samanstendur af leikjum og æfingum. Fyrst ber að nefna leik Skautafélags Akureyringa og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna en leikurinn fer fram á Akureyri og hefst klukkan

Björninn - SR umfjöllun

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti kvenna í gærkvöld og lauk leiknum með sigri heimakvenna í Birninum sem gerðu þrettán mörk gegn þremur mörkum gestanna í SR.

Víkingar - Björninn umfjöllun

Víkingar og Björninn áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld í jöfnum og spennandi leik. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu þrjú mörk gegn einu marki Bjarnarins.

Leikir kvöldsins

Leikir kvöldsins eru tveir að þessu sinni og skipta kynin þeim jafnt á milli sín en leikirnir eiga það sameiginlegt að báðir hefjast klukkan 19.30.