Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Víkingar og Björninn áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld í jöfnum og spennandi leik. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu þrjú mörk gegn einu marki Bjarnarins.

Liðin berjast nú hatrammri baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem fram fer í mars. Með sigrinum náðu Víkingar tveggja stiga forystu á Björninn en bæði liðin hafa leikið þrettán leiki og eiga eftir að leika þrjá leiki í deildarkeppninni. Tveir þeirra leikja eru innbyrðis leikir liðanna en bæði eiga svo einn leik gegn Skautafélagi Reykjavíkur.
Það voru Bjarnarmenn sem komust yfir á níundu mínútu fyrstu lotu þegar þeir nýttu sér að vera manni fleiri á ísnum en öll mörk leiksins komu þegar þannig var ástatt í leiknum. Það var síðan ekki fyrr en á fyrstu mínútum þriðju lotu sem Jóhann Már Leifsson jafnaði metin fyrir Víkinga og skömmu eftir miðja lotuna bætti Andri Freyr Sverrisson öðru marki þeirra. Björninn missti síðan tvo menn af velli undir lokin og varnarmaðurinn Ingþór Árnason gulltryggði stigin  þrjú sem voru í boði.

Um helgina mun karlalandsliðið æfa hér í Reykjavík

Mörk/stoðsendingar Víkinga:
Jóhann Már Leifsson 1/1
Ingþór Árnason 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Ben DiMarco 0/2
Björn Már Jakobsson 0/2

Refsingar Víkinga: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Bóas Gunnarsson 0/1
Lars Foder 0/1

Refsingar Bjarnarins: 18 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH