Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti kvenna í gærkvöld og lauk leiknum með sigri heimakvenna í Birninum sem gerðu þrettán mörk gegn þremur mörkum gestanna í SR.
Einsog áður hefur komið fram berjast Björninn og Skautafélag Akureyrar hatrammri baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og svo gæti farið að markamunur réði því hvar rétturinn endar. Bjarnarstelpur hafa, einsog sakir standa, sex stiga forskot á SA-konur og þrjátíu mörk í plús. SA-konur eiga hinsvegar leik til góða á Björninn sem er gegn SR og lokaleikur deildakeppninnar er svo viðureign SA og Bjarnarins.

Bjarnarkonur hófu leikinn af krafti og sóttu jafnt og þétt á SR-konur. Steinunn Sigurgeirsdóttir opnaði markreikning þeirra á sjöundu mínútu leiksins og áður en lotan var búin höfðu Bjarnarkonur bætt við þremur mörkum í viðbót.
Önnur lotan var á svipuðum nótum en í henni komu Bjarnarkonur pökknum fimm sinnum í netið en að þessu sinni náðu SR-ingar að svara tvisvar fyrir sig. Staðan því 9 – 2 heimakonum í vil að lokinni annarri lotu.
Flosrún Vaka opnaði síðan markareikning Bjarnarins í þriðju lotu sem endaði 4 – 1 þeim í vil.  

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 4/2
Alda Kravec 3/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 2/2
Ingibjörg G. Hjartardóttir 1/2
Sif Sigurjónsdóttir 1/1
Snædís Kristjánsdóttir 1/0
Maríanna Birgisdóttir 1/0
Lena Arnarsdóttir 0/1
Berglind Valdimarsdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins:  16 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Laura Murphy 1/1
Evalía Ágústsdóttir 1/0
Sandra Gunnarsdóttir 1/0

Refsingar SR: Engar.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH