SA - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mættust í kvennaflokki á Akureyri sl. laugardag og lauk leiknum með sigri SA-kvenna sem gerðu sextán mörk gegn engu marki SR-kvenna. Með sigrinum nálgast norðankonur Björninn sem hefur þó þriggja stiga forskot ásamt því að hafa fimmtán marka forskot á SA konur þegar kemur að markamun sem getur ráðið úrslitum um hvar heimaleikjarétturinn endar.. Síðasti leikur deildarkeppninnar fer fram um næstu helgi en þá mætast SA og Björninn á Akureyri og án nokkurs vafa verður þar hart tekist á töluvert tími síðan deildarkeppnin var svona spennandi í flokknum.

Einsog og tölurnar gefa til kynna höfðu SA-konur töluverða yfirburði í leiknum og strax á þriðju mínútu opnaði Birna Baldursdóttir markareikning þeirra. Norðankonur bættu síðan við þremur mörkum áður en lotan var úti. Í annarri og þriðju lotunni bættu heimakonur síðan enn meira í sóknina og uppskáru sex mörk í hvorri lotu. Sigur norðankvenna var því öruggur en SR-konur sem lokið hafa leik á þessu tímabili geta þó vel við unað því smátt og smátt hafa þær bætt sinn leik yfir veturinn.

Eins og áður hefur komið fram berjast Björninn og SA harðri baráttu um heimaleikjaréttinn. Björninn verður að teljast í nokkuð góðri stöðu því að norðankonur þurfa að vinna með minnst átta marka mun í síðasta leik liðanna.

Mörk/stoðsendingar SA:

Birna Baldursdóttir 5/0
Guðrún Marín Viðarsdóttir 3/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/1
Thelma María Guðmundsdóttir 2/0
Katrín Ryan 2/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/1
Marta Magnúsdóttir 1/0
Berglind Leifsdóttir 0/2
Sunna Björgvinsdóttir 0/2
Guðrún Blöndal 0/1
Kristín Jónsdóttir 0/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1

Refsingar SA: 8 mínútur.

Refsingar SR: 2 mínútur.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH