Hokkíhelgin

Frá leik SA og SR í mfl. kvk.
Frá leik SA og SR í mfl. kvk.

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreytt og samanstendur af leikjum og æfingum. Fyrst ber að nefna leik Skautafélags Akureyringa og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna en leikurinn fer fram á Akureyri á morgun, laugardag, og hefst klukkan 19.50. Þetta er næst síðasti leikurinn í deildarkeppni kvenna. Einsog staðan er núna hefur Björninn sex stiga forskot á SA í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppni kvenna. Svo gæti farið að rétturinn ynnist á markatölu og fyrir þennan leik hafa Bjarnarkonur 31 marks forstkot á norðankonur.

Um helgina fer síðan fram svokallað 765 VÍS-barnamót en mótið fer fram á Akureyri. Barnamót eru með því allra skemmtilegasta sem hægt er að fara á því keppnisgleðin skín úr andlitum leikmanna. Tengill á dagskrá mótsins verður hér hægra meginn á síðunni þegar hún berst.

Hjá karlalandsliðinu verða síðan æfingabúðir um helgina hér sunnan heiða en dagskrá þeirra má sjá hér.

HH