Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur heimsótti í gærkvöld Bjarnarmenn í Egilshöllina í meistaraflokki karla. Leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu átta mörk gegn einu marki SR-inga.   

Það leið ekki langur tími þar til fyrsta markið kom því strax á sextándu sekúndu kom Pétur Maack SR-ingum yfir. Gunnar Guðmundsson jafnaði hinsvegar  metin fjórum mínútum síðar fyrir Bjarnarmennog það sem eftir lifði lotunnar skiptust liðin á að sækja án þess þó að ná að setja mark.

Í annarri lotu dró aðeins í sundur með liðunum og Bjarnarmenn breyttu stöðunni í 5 – 1 með tveimur mörkum frá Brynjari Bergmann en hin mörkin áttu Birkir Árnason og Einar Sveinn Guðnason.

Þriðja og síðasta lotan var nokkuð eigna heimamanna og í henni uppskáru Bjarnarmenn þrjú mörk. Thomas Nielsen og Lars Foder áttu tvö mörkin og rétt fyrir leikslok bætti Róbert Freyr Pálsson því þriðja við.

Með sigrinum komust Bjarnarmenn einu stigi upp fyrir Víkinga sem eiga leik til góða en liðin berjast nú hatrammri baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni í mars.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Bergmann 2/0
Lars Foder 1/2
Róbert Freyr Pálsson 1/1
Gunnar Guðmundsson 1/1
Birkir Árnason 1/0
Thomas Nielsen 1/0
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Andri Már Helgason 0/1
Bóas Gunnarsson 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur Maack 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Miloslav Rachansky 0/1

Refsingar SR: 12 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH