Leikur kvöldsins

Úr leik liðanna fyrr í vetur
Úr leik liðanna fyrr í vetur

Leikur kvöldsins er leikur Jötna og SR Fálka sem fram fer á Akuryeri og hefst klukkan 19.30. 

Liðin mættust síðast um miðjan mánuðinn í Laugardal og þá unnu Jötnar nokkuð öruggan 1 - 7 sigur á SR Fálkum í leik þar sem nokkurt jafnræði var með liðunum fyrstu tvær loturnar en svo sigu Jötnar vel framúr í þeirri síðustu. Með sigri í kvöld halda SR Fálkar enn í vonina um að spila til úrslita í b-liðs úrslitakeppni sem hefst síðari hlutann í mars. Vinni Jötnar hinsvegar breytist staða þeirra m. t. t. úrslitakeppninnar ekki mikið því að Húnar hafa þegar tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.  Liðslistar munu síðar í dag birtast á tölfræðisíðu okkar en einnig má fylgjast með leiknum á SA TV

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH