Leikur kvöldsins

Frá síðasta leik liðanna
Frá síðasta leik liðanna

Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer í Egilshöll og hefst klukkan 19.30. Síðasti leikur liðanna var nokkuð spennandi en þar báur Bjarnarmenn sigurorð af SR-ingum með fimm mörkum gegn þremur.

Heimamenn í Birninum ættu að geta stillt upp sterku liði að þessu sinni. Thomas Nielsen og Aron Knútsson eru komnir úr leikbanni og bræðurnir Ólafur Hrafn- og Hjörtur Geir Björnsynir eru komnir til baka eftir stutt frí. Sturla Snær Snorrason er hinsvar á sjúkralistanum.  SR-ingar hafa verið að styrkjast í undanförnum leikjum, Pétur Maack er aftur kominn til baka eftir stutt frí en Egill Þormóðsson meiddist i síðasta leik liðanna en mun líklegast spila með í kvöld.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH