Jötnar - SR Fálkar umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

SR Fálkar báru í gærkvöld sigurorð af Jötnum með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið samanstóðu mestmegnis af ungum og efnilegum leikmönnum sem létu ljós sitt skína og það var einn þeirra, Baldur Líndal, sem opnaði markareikning SR Fálka skömmu eftir miðja fyrstu lotu. Næsta mark kom síðan ekki fyrr en um miðja aðra lotu en þá bætti Sölvi Atlason við öðru marki fyrir SR Fálka eftir stoðsendingu frá Daníel Melstað sem einnig átti stoðsendingu í fyrsta markinu. Skömmu síðar minnkaði Birgir Þorsteinsson muninn fyrir Jötna en í þriðju lotunni tryggði fyrrnefndur Daníel Melstað sigur SR Fálka þegar þeir nýttu sér að vera einum fleiri á ísnum.
Jötnar eru enn í fjórða sæti deildarkeppninnar, en hafa lokið leik, og hafa tveggja stiga forskot á SR Fálka sem eiga einn leik eftir gegn Húnum.

Mörk/stoðsendingar Jötna:

Birgir Þorsteinsson 1/0

Refsingar Jötna: 20 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR Fálka:

Daníel Melstað 1/2
Sölvi Atlason 1/1
Baldur Líndal 1/1

Refsingar SR Fálka: 6 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH