Dómaranámskeið - 9. og 16. september 2017

Tvö dómaranámskeið verða haldin í september.

  • Í Reykjavík, 9. september, kl 9-15, Engjavegur 6 - hús ÍSÍ í Laugardal.
  • Á Akureyri, 16. september, kl 9-15, Skautahöllin á Akureyri.

Hádegismatur í boði ÍHÍ.

Þeir sem eru félagar í aðildarfélögum ÍHÍ geta skráð sig á námskeiðin og tekið próf í fræðunum.

Vinsamlega hafið samband við formenn/stjórnir aðildarfélaga og þaðan mun skráning berast okkur á skrifstofu ÍHÍ.

Óli Þór formaður dómaranefndar og Sindri Gunnarsson yfirdómari ÍHÍ munu stýra framvindu námskeiða.