Jóhann og Gunnlaugur í æfingabúðum í Kanada

Æfingabúðir í Kanada
Æfingabúðir í Kanada

Jóhann Ragnarsson og Gunnlaugur Þorsteinsson úr Skautafélagi Reykjavíkur voru á dögunum í æfingabúðum í Kanada.

Um er að ræða Oshawa Super Week, austur af Toronto hjá Puck Warriors Goaltending.  Æfingabúðirnar voru frá 31. júli til 4. ágúst síðastliðinn og sá sem heldur utan um þessar æfingar er Steve Schut sem margir íslendingar þekkja..

Gunnlaugr æfði skauta og kylfutækni meðan Jóhann var í markmannsþjálfun, báðir hæstánæagðir og sælir með æfingabúðirnar.