Fundur Aganefndar 8. febrúar 2018

Stjórn ÍHÍ, samþykkti á fundi sínum, þann 05. febrúar 2018, að senda atvik til Aganefndar til úrskurðar.

Málið varðar atvik, sem eru ummæli þjálfara Umfk Esju, sem birtust í fjölmiðlum 22. desember 2017 og telur stjórn ÍHÍ að fréttin geti varðað reglugerð 8.19.

Aganefnd ÍHÍ tók atvikið fyrir á Aganefndarfundi þann 08. febrúar 2018 til umfjöllunar og samþykkti að vísa málinu frá enda hefur Umfk Esja nú þegar fengið viðvörun vegna þessa atviks.

Fyrir hönd Aganefndar

Þórhallur Viðarsson