Loka dagurinn í Tallinn,

Loka dagurinn í Tallinn,

Já þetta leið nú fljótt eftir allt saman enda nóg fyrir stafni á hverjum degi. Sem fyrr hafa strákarnir staðið sig frábærlega og hafa heillað alla hérna í Eistlandi. Fékk meira að segja hringingu frá forseta Íshokkísambands Eistlands þar sem hann þakkaði okkur sérstaklega fyrir góða umgegni í höllinni. Eina liðið sem skildi sómasamlega við klefan sinn.

Leikurinn okkar í gær við Belga var hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. Við byrjuðum af krafti og mikið jafnræði með liðunum. Í öðrum leikluta skoruðum við fljótlega og komumst yfir í leiknum. Belgarnir jöfnuðu hinsvegar fljótlega úr powerplay....við semsagt einum færri.  Okkar menn bættu þá bara í og náðu að skora aftur og staðan2-1 eftir tvo leikhluta.
Svo kom slæmi kaflinn...er ekki alltaf talað um það hjá landsliðum annars? Smá einbeitningarskortur í 2 mínútur og Belgarnir skourðu strax 2 mörk. Eftir það var þetta mjög á brattann að sækja fyrir okkur og því miður náðum við ekki að knýja fram þau úrslit sem við þurftum.
Næsta ár bíður liðsins 3 deild sem ég er sannfærðu um að við vinnum auðveldlega þar sem við verðum með nánast sama lið á næsta ári en þá einu ári eldra og reyndara.

Nú erum við komnir á flugvöllinn  tók ekki nema rúman klukkutíma að „checka“ okkur inn. Ekki var það röðum við innritunarborðin að sakast heldur þurfti ýmsar tilfærslur til þess að við þyrftum ekki að borga mikla yfirvigt og það kylfutaskan okkar var mikið vandamál fyrir starfsmönnum flugfélagsins. Að lokum tókst þetta allt saman og nú sitjum við hér við hliðið á flugvellinum og bíðum eftir að komast um borð.

Við eigum að lenda heima á Íslandi kl. 20:55 með flugi nr. FI 213 frá Kaupmannahöfn.

Sjáumst hress heima í blíðunni sem við ætlum að taka með okkur héðan.

Kv, Árni Geir