U18 - Dagur 1 og 2 í Tallinn

Frá Tallinn 2014
Frá Tallinn 2014

Dagur 1 og 2 í Tallinn

Jæja þá kemur fyrsti pistillinn frá U18 ára ferðinni hér í Tallinn.

Ferðalagið var þægilegt þar sem við þurftum einungis að bíða í rúmman klukkutíma á Kastrup. Við lentum í Tallinn rétt fyrir klukkan 6 síðdegis. Allt virtist vera að ganga upp hjá okkur, þar til að taskan hans Hjalta skilaði sér ekki og þegar þessi orð eru skrifuð þá er hún ekki ennþá mætt á svæðið en við fengum það staðfest áðan að hún eigi að skila sér upp úr miðnætti í kvöld.  Hjalti getur því tekið gleði sína á ný og kemur til með að spila með á morgun gegn Kína.
Frá flugvellinum var svo brunað beint í skautahöllina á æfingu og að því loknu beint á hótelið í kvöldmat.  Það‘kom okkur í opna skjöldu að mótshöldurunum hafði dottið það í hug að skipta um hótel.  Við erum semsagt ekki á hóteli niður í miðbæ eins og til stóð.  Þetta hótel er nær höllinni og er það vel. Hótelið sjálft er....já við skulum bara hafa sem fæst orð um það....segjum bara að þetta sleppi til.  Það sem mestu skiptir er að það fer ágætlega um alla. 
Allir sváfu vel og vöknuðu sprækir....ja svona eins og hjá strákum á þessum aldri.

Þá var komið að fyrsta leikdegi. Andstæðingurinn var Spánn og fyrirfram vitað að þeir væru með mjög gott lið.

Menn voru vaktir klukkan 7 og var svo rúllað á æfingu dagsins. Allir leikfærir og tilbúnir í slaginn nema Hjalti sem enn var að bíða eftir farangrinum sínum....frekar fúllt.  Eftir æfingu borðuðu við vel og hvíldum svo fyrir komandi átök.

Þá var komið að leiknum og spennan mikil hjá okkur öllum.  Held samt að hjartað í farastjóranum hafi slegið hraðar en í strákunum.
Leikurinn byrjaði að krafti og ljóst var strax frá byrjun að Spánverjarnir ætluðu sér mikið. Strákarnir okkar voru samt ekkert á því að gefa eftir og þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir náðu þeir að minnka munin með glæsilegu marki.
Annar leikhluti fór ekki eins vel af stað og sá fyrsti og til að gera laaaaanga sögu stutta töðuðum við leiknum 10-1 og ljóst að Spánverjar eru með gríðar sterkt lið.

Ég hef samt fulla trú á strákunum og þeir læra af þessari reynslu og bíð ég spenntur eftir næsta leik sem er fyrsti leikur á morgun við Kína.

Hópurinn er nú allur kominn í hvíld fyrir átök morgundagsins.  Þetta er fyrirmyndar hópur og ekki annað hægt en að hrósa þeim fyrir góða framkomu jafnt utan vallar sem innan.

Hef þetta ekki lengra að sinni,

Kveðjur frá Tallinn
Árni Geir