HM í Belgrad - Pistill 5

Frá leiknum í gær gegn Serbum
Frá leiknum í gær gegn Serbum

HM í Belgrad - Pistill 5

Í dag er síðasti leikurinn okkar og sá er aldeilis mikilvægur, en með sigri gegn Ísrael tryggjum við okkur silfrið í deildinni. En það er allveg öruggt að Ísraelmenn gefa ekkert eftir því fyrir þeim er þetta spurningin um líf eða dauða í þessum riðli. Tapi þeir falla þeir niður um deild.

Í gærkvöldi mætum við góðu liði heimamanna Serbíu sem eru studdir áfram upp undir 2.000 áhorfendum, með hrossabrestum, lúðrum og látum. Svo eru Serbískir áhorfendur líka mjög heitir í hamsi, eins og við urðum mjög varir við í leiknum í gær. Þeir létu óspart í sér heyra mislíkaði þeim eitthvað í dómgæslu eða þegar þeirra menn sóttu í sig veðrið í þriðja leikhluta.

Leikurinn við Serba byrjaði á fullum krafti hjá okka leikmönnum og komust við í 2-0 í fyrsta leikhluta með mörkum Péturs Maack og Emils Alengárd.  Robin Heström jók svo forystu okkar í 3-0 í öðrum leikhluta, en Serbanir minkuðu það niður í 3-1 áður þeim leikhluta lauk. Í þriðja leikhluta jöfnuðu síðan Serbanir leikin í 3-3 og allt ætlaði um koll að keyra í höllinni. Hvorugt liðið skoraði meira í þeim leikhluta og þurfti því að framlengja leikinn í 5 mínutna bráðabana. Það dugði ekki til og þá varð að grípa til vítakeppni sem strákanir okkar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu hjá Serbunum eða 5-4 samanlagt. Gríðaleg gleði braust út á meðal okkar hér í hölinni í Belgrad við leikslok. Enn er von okkar um silfrið raunveruleg, við þurfum aðeins að ná einu stigi út úr leiknum á morgun gegn Ísrael. Eins og áður var ítarlega fylgst með gangi leiksins á www.mbl.is og góð viðtöl tekin við strákanna okkar eftir leikinn.

En eins og áður sagt er svo síðasti leikurinn okkar manna í dag, en þá mætum við sterku liði Ísraels. Okkar menn eru staðráðnir í að gera sitt besta og ná að landa silfrinu heim í fyrsta skipti í sögu íslensk íshokkí á heimsmeistaramóti II deildar A.  Leikurinn hefst kl. 16:30 að staðartíma eða klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Live útsending er frá þeim leik á www.mbl.is og og bein útsending á http://www.iihf.com/competition/383/live-stream

Lokaathöfn fer svo fram um kvöldið og skulum við krossa fingur fyrir stráka okkar, að silfurverðlaunin verði þeirra.  Áfram Ísland!!!!!!!!!!!

Með góðri kveðju frá Belgrad

Jón Þór Eyþórsson