Æfingabúðir fyrir efnilega leikmenn

Ungir og efnilegir
Ungir og efnilegir

Fyrirhugaðar eru æfingabúðir fyrir unga og efnilega leikmenn í Egilshöll í júní næstkomandi. Búðirnar eru ætlaðar leikmönnum af báðum kynjum fæddum 1999, 2000 og 2001. Búðunum stýrir Tim Brithén yfirþjálfari landsliða Íslands en honum til aðstoðar verða fulltrúar frá félögum hér á landi.

Dagskrá búðanna er ítarleg og stendur flesta daga frá morgni til kvölds. Hafist verður handa miðvikudaginn 10. júní og búðunum lýkur sunnudaginn 14. júní. Dagskránna má finna hér.

Fjöldatakmörkun er í búðunum en lista yfir þá leikmenn sem boðið er má finna hér ásamt lista yfir þá leikmenn sem geta komist inn falli aðrir leikmenn út (Reservers). 

Boðsbréf um þátttöku má finna hér en þeir leikmenn sem íhuga þátttöku þurfa að senda Tim póst þar um.

HH