Björninn - SA, 2.fl

Laugardagur 29. apríl 2017.

Einn leikur í 2.fl íshokkí verður í kvöld, í Egilshöll þegar Björninn tekur á móti Skautafélagi Akureyrar.

Staðan í 2.fl er með þeim hætti að Björninn er í efsta sæti, þar á eftir kemur SA og SR í því þriðja.

Eigum við von á stórskemmtilegum leik, húsið opnar kl 19:00 og leikur hefst um kl 20:00

Björninn hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og verður verðlaunaafhending í leikslok.