Björninn Íslandsmeistari 2017 - 2.fl.

Björninn 2.fl 2017
Björninn 2.fl 2017

2.fl. Bjarnarins er Íslandsmeistari í íshokkí 2017.

Í kvöld áttust við Björninn og SA í æsispennandi leik í Egilshöll sem endaði 7-2 fyrir Birninum.  Einn leikur er þó eftir og verður hann leikinn á Akureyri 6. mai næstkomandi.

Þarna komu saman frábærir leikmenn af báðum kynjum, í hröðum og skemmtilegum leik.  Úrval leikmanna sem gaman verður að fylgjast með næstu árin.  Framtíðin er björt hjá þessu unga fólki sem mun halda áfram að byggja upp frábæra og skemmtilega íþrótt.

Til hamingju með sigurinn, áfram við öll.