Fréttir

Íslenskur sigur í fyrsta leik á HM

Strákarnir okkar voru rétt í þessu að ljúka sínum fyrsta á leik á HM U18 í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir erfiða byrjun náðu þeir að snúa við taflinu og vinna Mexíkó með 5 mörkum gegn 3. Staðan eftir fyrstu lotu var 1-1 eftir mark frá Ólafi Björgvinssyni. Í 2. lotu voru gestirnir sterkari og skoruðu 2 mörk án þess Ísland næði að svara og því var staðan 1-3 þegar blásið var til 3ju og síðustu lotunnar.

HM U18 byrjar í dag á Akureyri

Í dag hefst Heimsmeistaramót í Íshokkí skipað drengum 18 ára og yngri, í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið hefst í dag þann 12. mars og lýkur á laugardaginn 18. mars og auk Íslands taka þátt í mótinu, Mexíkó, Tyrkland, Ísrael, Luxemborg og Bosnía-Herzegovina. Íslenska liðið er sterkt og á harma að hefna eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast upp úr riðlunum í fyrra, en þá voru þrjú lið efst og jöfn og aðeins markahlutfall réði því að Ísland sat eftir.

Heimsmeistaramót U18 - Landslið Íslands

Game Worn Jerseys

Heimsmeistaramótin

Landslið U18 kvenna 2023

Landslið U20 - heimsmeistaramót í Laugardal

Íshokkíkona ársins 2022- Sigrún Agatha Árnadóttir

Íshokkímaður ársins 2022 - Jóhann Már Leifsson

Fjölmiðlari!