Fréttir

Hokkíveislan heldur áfram í dag

Í dag fara fram fjórir leikir á heimsmeistaramótinu í Laugardalnum. Kínverska Taipei - Ástralía kl 10:00 Nýja Sjáland - Suður Afríka kl. 13:30 Ísland - Tyrkland kl. 17:00 Kína - Búlgaría kl. 20:30

Léttur sigur í öðrum leik mótsins: Ísland 4 - Kínverska Taipei 0

Ísland bar sigurorð af liði kínverska Taipei í dag í öðrum leik liðsins á heimsmeistaramóti karla U20 sem fram fer í Laugardalnum. Íslenska liðið var betri aðilinn allan leikinn og vann nokkuð örugglega 4 – 0 og máttu gestirnir prísa sig sæla að munurinn varð ekki meiri. Leikurinn var hins vegar frekar rólegur og ekki sami hraðinn og í gær. Þrátt fyrir nokkra yfirburði okkar manna var markalaust eftir fyrstu lotu og fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr enn á 5. mínútu 2. lotu þegar Axel Orongan skoraði eftir stoðsendingu frá Einari Grant. 10 mínútum síðar skoraði Gunnar Arason og jók muninn í 2 – 0 og aftur var það Einar Grant sem lagði upp markið.

Sigur í fyrsta leik á HM U20 í Laugadalnum

Rétt í þessu var að ljúka fyrsta leik íslenska U20 ára landsliðs Íslands í karlaflokki á heimsmeistaramótinu sem hófst í Laugardalnum í dag. Íslenska liðið bar þar sigurorð af Áströlum eftir gríðarlega jafnan leik og hvar úrslit réðust ekki fyrr enn í bráðabana. Fyrsta mark Íslands kom á 11. mínútu þegar Styrmir Maack nýtti sér liðsmuninn eftir að einum Ástralanum hafði verið vikið af leikvelli. Stoðsendingarnar áttu þeir Kristján Árnason og Gunnar Arason.

Heimsmeistaramót U20 í Laugardal 14.-20. janúar 2019

HM U20 verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal, 14.-20. janúar 2019. Skyldumæting yngri iðkennda - íshokkíveisla framundan.

Nýárskveðja

Það er óhætt að segja að undanfarið ár hafi töluvert á dagana drifið hjá íshokkí hreyfingunni. Þrátt fyrir ýmiss erfið mál einsog lyfjamál, agamál og önnur mál sem má telja miður að rati á síður blaðanna og yfirtók nærri því alla jákvæða og góða umræðu um íshokkí þá hefur okkur samt sem áður náð að halda góðum sjó sem íþróttahreyfing.

Mfl kvenna hjá Skautafélagi Akureyrar

Kvennalið SA hefur haft einstaka yfirburði hér á landi og hafa landað íslandsmeistaratitli óslitið síðan 2006. Liðið er að mestu skipað landsliðsleikmönnum á aldrinum 16-38 ára og er því gríðar sterkt í ár sem og síðustu ár. Áskorun hefur ekki verið nægileg í deildinni hér á landi og freistar það því gæfunnar á erlendri grundu til að sjá hvar það stendur miðað við önnur lið á norðurlöndunum.

Landslið Íslands U20 hefur verið valið

Landslið U20 tekur þátt í heimsmeistaramóti U20 sem haldið verður í Skautahöllinni í Laugardal 14. - 20. janúar 2019. Landslið Íslands hefur verið valið.

Íshokkímaður ársins 2018

Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Jóhann Már hefur um árabil leikið með meistaraflokki Skautafélags Akureyrar með frábærum árangri og margsinnis hampað Íslands- og deildar- og bikarmeistaratitli. Hlutverk hans með landsliðinu hefur vaxið jafnt og þétt og er hann nú lykilmaður í liðinu. Jóhann Már er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi og ávallt tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum og er til fyrirmyndar í alla staði. Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn.

Íshokkíkona ársins 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Silvía Rán Björgvinsdóttir er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Skautafélagi Akureyrar í Íslandsmóti kvenna og U20 í karlaflokki, hún hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí og tekið þátt í nokkrum heimsmeistaramótum og verið gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið frá 16 ára aldri. Íshokkísamband Íslands óskar Silvíu Rán innilega til hamingju með árangurinn. Silvía Rán er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma.

Jólagjöfin í ár

Nú er einfalt að versla jólagjöfina í ár. Aðgöngumiði að heimsmeistaramóti U20 sem verður í Skautahöllinni í Laugardal.