14.12.2021
Bjarki Reyr Jóhannesson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2021 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
Bjarki Reyr hefur leikið með Skautafélagi Reykjavíkur allan sinn feril og er þar fyrirliði í meistaraflokki karla. Bjarki hefur átt fjölda marka í vetur auk stoðsendinga. Hann er burðarásinn í öllum leikjum SR, tekur virkan þátt í öllum æfingum og er fyrirmynd margra yngri iðkenda.
14.12.2021
Kristín Ingadóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2021 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
Kristín hefur átt mjög góðan feril að baki. Hún byrjaði ung að árum eða 5 ára árið 2001 að spila með Birninum og hefur spilað með því liði nánast allan sinn feril. Svíþjóð fékk að njóta hæfileika hennar tímabilið 2019-2020 en þá spilaði hún í næst efstu deild þar í landi með liðinu Färjestad BK. Að því loknu hélt hún aftur heim til að ljúka námi og hefur verið einn af sterkustu leikmönnum Fjölnis síðan.
09.12.2021
Núna í aðdraganda jóla hafa dúkkað upp skautasvell víða á landinu. Flestir þekkja núorðið Nova-svellið sem er staðsett á Ingólfstogi í Reykjavík sem hefur verið sett upp í nóvembermánuði síðustu ár. En skautasvell, bæði náttúrulegur ís og gervi, hafa verði að skjóta upp kollinum víðsvegar á landinu.
14.11.2021
Í gærkvöldi lauk Four Nations-mótinu í Skautahöllinni í Laugardal. Fyrri leikur dagsins var leikur Póllands og Spánare. Fyrir þennan leik voru Pólverjar búnir að vinna einn leik og tapa einum.
12.11.2021
Eftir fjörugan gærdag tók annar dagur við á Four Nations mótinu i Laugardalnum. Fyrsti leikur dagsins var leikur Póillands og Bretlands þar sem þær bresku höfðu víst ráðið ráðum sínum eftir leik sinn gegn Spáni daginn áður því að þær mættur beittari til leiks.
11.11.2021
Í dag hófst Four Nations-mótið í Laugardalnum með leik Spánar gegn Stóra Bretlandi. Nokkur eftirvænting var fyrir þennan fyrsta leik þar sem undirbúningur fyrir þetta mót hefur verið þónokkur undanfarna mánuði og tvísýnt var með hvort af mótinu yrði sökum COVID-19. En liðin komu til landsins núna í vikunni og náðu að taka nokkrar æfingar áður en mótið hófst.