Úrslitakeppni kvenna hefst á sunnudaginn

Úrslitakeppni kvenna er að hefjast. Ríkjandi deildarmeistarar Skautafélags Akureyrar taka þá á móti keppinautum sínum í Fjölni. Úrlitakeppnir eru í raun nýtt mót þar sem liðin mætast með hreint borð í stigum og allt getur gerst. Ef við kíkjum aðeins á tölfræðina frá tímabilinu þá má sjá að liðin hafa leikið 8 leiki það sem af er tímabili, SA hefur unnið 6 og Fjölnir 2.

SA hefur skorað 23 mörk á Fjölni og Fjölnir hefur skorað 12 mörk á SA.  Við skoðun á tölfræði einstaklinga þá er Silvía Björgvinsdóttir lang hæst með 38 stig (27 mörk og 11 stoðsendingar) Næst í röðinni er Berglind Leifsdóttir með 23 stig (12 mörk og 11 stoðsendingar) Þannig að ljóst er að í uppsiglingu eru hörku leikir. Það lið sem á undan vinnur 3 leiki verður krýnt íslandsmeistarar.

Dómarari leiksins verður Elva Hjálmarsdóttir og línumenn með henni Sæmundur Leifsson og Dúi Ólafsson. 

Við hvetjum fólk til þess að mæta í Skautahöllina á Akureyri á sunnudaginn 25. febrúar. Leikurinn hefst klukkan 16:45

Beðist er velvirðingar að fyrri tölfræði yfir leikmenn var tekin frá fyrra ári og hefur þetta nú verið leiðrétt.