U18 á heimleið eftir fínann árangur í Tyrklandi

U18 ára landslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 18 ára lauk keppni í gær en leikið var í Istanbúl Tyrklandi. Liðið spilaði 5 leiki tapaði 3 og vann 2. Liðið lauk því keppni í 4 sæti af 6 í sínum styrkleikariðli. 

Þetta er mjög góður árangur þegar litið er til aldurssamsetningar liðsins. En fjölmargir leikmenn í þessum hóp eru í raun að spila með U16 hér heima og eiga því framtíðina sannarlega fyrir sér.

Skoðum aðeins tölfræði í þessu samhengi.

Byrjum á aldurssamsetningunni. Liðið er með 6 leikmenn á loka ári sem er 2006, 6 leikmenn fædda 2007 sem eiga eitt ár eftir. 6 leikmenn fædda 2008. Yngstir eru svo 2 leikmenn fæddir 2009. 

Markahæstur okkar manna og sá 4 markahæsti á mótinu var Helgi Bjarnason með 7 mörk úr 14 skotum sem gerir 50% skotnýtingu sem er frábær árangur og eins gott fyrir andstæðinga hans hér heima að lýta ekki af honum. Hann er fæddur 2008 og er því á elsta ári í U16 sem þýðir fyrir okkur að hann á eftir 2 góð ár með U18 hópnum. Í 13 sæti yfir markaskorara mótsins var svo Ýmir Hafliðason með 3 mörk úr 29 skotum. Fyrirliðinn Ólafur Baldvin Björgvinsson skoraði síðan 2 mörk úr 12 skotum, einnig skoruðu 2 mörk þeir Stefán Guðnason, Hektor Hrólfsson, Alex Ingason, Haukur Karvelsson, Bjarmi Kristjánsson og Askur Reynisson sem skaut 4 skotum á mark og gerði 2 mörk, 50% nýting. Mikil breidd í hópnum og margir að skora sem er mjög jákvætt. 

Í 10 sæti yfir stigahæstu menn mótsins er Hektor Hrólfsson með 2 mörk og 7 stoðsendingar samtals 9 stig. Hann er fæddur 2007 og á því eftir eitt ár í U18 hópnum. Hektor var í 5 sæti ásamt nokkrum öðrum þegar eingöngu eru skoðaðar stoðsendingar. 

Við óskum hópnum góðrar heimferðar.