Hálshlífar ekki lengur valkvæðar fyrir þá sem eru eldri en 20 ára (frestur til 1. mars á hálshlífaskyldu)

Vegna fjölda ábendinga úr hreyfingunni um að pantanir erlendis frá hafi tafist og ákveðnir birgjar hér á landi séu nánast uppiskroppa eða með mjög takmarkað úrval hefur stjórn ÍHÍ ákveðið að hálshlífaskyldan frestist til 1. mars 2024. þá verður staðan tekin á ný.

Leikmenn og dómarar sem þegar hafa útvegað sér löglegar hálshlífar eru hvattir til þess að hefja notkun þeirra strax. 

Stjórn ÍHÍ ákvað á stjórnarfundi sínum í gær 31. janúar að í samræmi við tilmæli og breytingar á reglum Alþjóða Íshokkísambandsins verða hálshlífar skyldaðar fyrir alla leikmenn og dómara frá 15 febrúar 2024 að telja. Engar undantekningar verða leyfðar.