Fréttir

Fjölnir - SA, leikur kvöldsins frestast v/ófærðar

Hertz-deild karla - Fjölnir - SA - nýr leikdagur

Hertz-deild karla heldur áfram, leikur laugardagsins 23. janúar, Fjölnir - SA, var frestað vegna ófærðar en nýr leiktími hefur verið ákveðinn. Leikurinn hefst sunnudaginn 24. janúar kl 19:45 í Egilshöll.

Leikur frestast vegna veðurs

Leikur í Hertz-deild karla, Fjölnir - SA, sem var á dagskrá í kvöld, frestast vegna ófærðar. Mótanefnd vinnur nú að nýjum leiktíma og verður hann tilkynntur fljótlega.

Félagaskipti

Uppfærð mótaskrá ÍHÍ

Félagaskipti

Gleðilega hátíð

Litið um öxl og horft til framtíðar. Árið 2020 er margt ólíkt öðrum árum í okkar íþrótt og ber þar aðallega að nefna það ástand sem hefur ríkt vegna covid-19. Heimsfaraldurinn hafði áhrif á endalok Íslandsmóta vorið 2020 og sló af tvö heimsmeistaramót, fjögurra þjóða U20 kvenna mót, Continental Cup og frestaði undankeppni Ólympíuleika kvenna.

Heimsmeistaramót U20 - Edmonton Kanada

Framundan er íshokkíveisla þar sem heimsmeistaramót pilta U20 fer fram í Rogers Place í Edmonton Kanada. Mótið er á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) og taka 10 þjóðir þátt í mótinu. Í A riðli eru Kanada, Finnland, Sviss, Slóvakía og Þýskaland Í B riðli eru Rússland, Svíþjóð, Bandaríkin, Tékkland og Austurríki. Mótið hefst 25. desember og lýkur með úrslitaleik 5. janúar 2021. Nánari upplýsingar um mótið og framvindu má finna á vef IIHF.

Íshokkímaður ársins 2020 - Jóhann Már Leifsson

Íshokkíkona ársins 2020 - Sunna Björgvinsdóttir